Hjólabrettakappar mótmæla á Ingólfstorgi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. júlí 2013 19:37 Jakob Frímann Magnússon, miðbæjarstjóri, segir að á Ingólfstorgi sé pláss fyrir alla. Hátt í hundrað hjólabrettakappar og annað stuðningsfólk mótmælir nú á Ingólfstorgi. Ástæðan fyrir mótmælunum er að hjólbrettafólki finnst smám saman verið að bola þeim burt af torginu. „Við erum hérna til að tala um það sem liggur okkur á hjarta. Okkur líður eins og það sé verið að reka okkur af torginu og við viljum vekja athygli á málstaðnum. Þegar fólk er orðið meðvitað er hægt að fara að vinna í því að finna lausnir á vandamálinu,“ segir Andri Sigurður Haraldsson, skipuleggjandi mótmælanna. Andri segir að það hafi komið til átaka í sumar þar sem fólk sé að rífast um plássið á torginu. „Það var fullorðið fólk sem kom hérna og reif gróflega í unga stráka þegar þeir voru að færa stólana til að geta rennt sér. Það er ekki í lagi þegar þetta er komið út í ofbeldi, “ segir Andri og tekur sérstaklega fram að mótmælin séu friðsamleg. „Við viljum enginn átök eða vesen, það kemur ekkert út úr því. Við viljum bara finna lausn á þessu.“ Andri segist fyrst hafa fundið fyrir því að hjólabrettakappar væru ekki ekki velkomnir á reitnum í fyrrasumar. „Síðasta sumar kom grasið og einhverjir stólar og svona. Nú er búið að setja mun meira af stólum og svo var settur stór blómapottur á miðjar tröppurnar sem gerir hjólabrettafólki ómögulegt að leika listir sínar. Þetta eru frægustu og bestu hjólabrettatröppur á Íslandi og ömurlegt að missa þær,“ segir Andri. Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir Ingólfstorg vera torg allra borgarbúa; hjólabrettafólks, sóldýrkenda, vetingamanna, íbúa, ferðamanna og annarra sem kjósa að heimsækja torgið. „Þeir sem búa og starfa nálægt torginu hafa lagt sig fram um að fóstra torgið, gera það grösugt og blómlegt að hluta, athvarf sem allir geta heimsótt og notið,“ sagði Jakob í tilkynningunni. Þá bendir hann á að hjólabrettafólk hafi fengið sérsmíðaða aðstöðu á Hljómalindarreit, Laugalækjarskóla, Laugardal og víðar fyrir stærri og fjölbreyttari viðburði. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Hátt í hundrað hjólabrettakappar og annað stuðningsfólk mótmælir nú á Ingólfstorgi. Ástæðan fyrir mótmælunum er að hjólbrettafólki finnst smám saman verið að bola þeim burt af torginu. „Við erum hérna til að tala um það sem liggur okkur á hjarta. Okkur líður eins og það sé verið að reka okkur af torginu og við viljum vekja athygli á málstaðnum. Þegar fólk er orðið meðvitað er hægt að fara að vinna í því að finna lausnir á vandamálinu,“ segir Andri Sigurður Haraldsson, skipuleggjandi mótmælanna. Andri segir að það hafi komið til átaka í sumar þar sem fólk sé að rífast um plássið á torginu. „Það var fullorðið fólk sem kom hérna og reif gróflega í unga stráka þegar þeir voru að færa stólana til að geta rennt sér. Það er ekki í lagi þegar þetta er komið út í ofbeldi, “ segir Andri og tekur sérstaklega fram að mótmælin séu friðsamleg. „Við viljum enginn átök eða vesen, það kemur ekkert út úr því. Við viljum bara finna lausn á þessu.“ Andri segist fyrst hafa fundið fyrir því að hjólabrettakappar væru ekki ekki velkomnir á reitnum í fyrrasumar. „Síðasta sumar kom grasið og einhverjir stólar og svona. Nú er búið að setja mun meira af stólum og svo var settur stór blómapottur á miðjar tröppurnar sem gerir hjólabrettafólki ómögulegt að leika listir sínar. Þetta eru frægustu og bestu hjólabrettatröppur á Íslandi og ömurlegt að missa þær,“ segir Andri. Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir Ingólfstorg vera torg allra borgarbúa; hjólabrettafólks, sóldýrkenda, vetingamanna, íbúa, ferðamanna og annarra sem kjósa að heimsækja torgið. „Þeir sem búa og starfa nálægt torginu hafa lagt sig fram um að fóstra torgið, gera það grösugt og blómlegt að hluta, athvarf sem allir geta heimsótt og notið,“ sagði Jakob í tilkynningunni. Þá bendir hann á að hjólabrettafólk hafi fengið sérsmíðaða aðstöðu á Hljómalindarreit, Laugalækjarskóla, Laugardal og víðar fyrir stærri og fjölbreyttari viðburði.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira