Innlent

Ban Ki-moon mættur

Boði Logason skrifar
Ban Ki-moon heilsar Gunnari Braga í morgun
Ban Ki-moon heilsar Gunnari Braga í morgun Mynd/Utanríkisráðuneytið
Opinber heimsókn Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, hófst formlega fyrir stundu þegar hann mætti í utanríkisráðuneytið á fund Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra.

Klukkan tíu skoðar hann Alþingi við Austurvöll og fundar með utanríkismálanefnd. Klukkan þrjú heldur hann fyrirlestur í Háskóla Íslands.

Þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir landið.

Ban Ki-moon hlustar á Kristján Möller, 1. varaforseta Alþingis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×