Innlent

Hestarnir fældust ekki við bílflautið

Boði Logason skrifar
Lögreglan í Hafnarfirði segir að flautið hafi komið töluvert seinna, eftir að hestarnir höfðu fælst.
Lögreglan í Hafnarfirði segir að flautið hafi komið töluvert seinna, eftir að hestarnir höfðu fælst. Mynd úr safni
Ökumaður, sem var sagður hafa flautað á hóp barna sem voru í reiðtúr á Kjóavöllum í Garðabæ um miðjan síðasta mánuð með þeim afleiðingum að hestarnir fældust og fimm ára piltur hlaut innvortis blæðingar, verður ekki kærður fyrir atvikið.

Lögreglan í Hafnarfirði segir að flautið hafi komið töluvert seinna, eftir að hestarnir höfðu fælst.

Í fyrstu var sagt frá því að ökumaðurinn hafi flautað á krakkana sem voru á ferð yfir götu. Það segir lögreglan ekki vera rétt. „Það virðist eitthvað hafa skolast til þarna í upphafi, en þetta var ekki svona. Það er í rauninni ómögulegt að segja hvað það var sem orsakaði það að hestarnir fældust. Það var að minnsta kosti ekki við þetta flaut - það kom töluvert síðar,“ segir lögreglumaður, sem stýrði rannsóknni, í samtali við fréttastofu.

Lögreglan náði tali af ökumanni sem átti leið um Kjóavellina á þessum tíma, þennan umrædda dag. Eftir að hafa rætt við hann og fleiri sem voru á vettvangi er niðurstaðan sú að flautið hafi ekki orsakað það að hestarnir fældust. Rannsókninni er lokið, og telst málið upplýst. Enginn verður kærður í málinu, að sögn lögreglu.


Tengdar fréttir

Lögreglan vill ná tali af ökuníðingnum á Vatnsenda

Lögreglan óskar eftir að ná tali af ökumanni jeppabifreiðar með eftirvagn sem hugðist hleypa fólki á hestum yfir Vatnsendaveg á fimmtudaginn í síðustu viku. Grá fólksbifreið ók fram úr jeppanum við gangbraut til móts við hesthúsahverfið, og óskar lögreglan jafnframt eftir því að ná tali af ökumanni gráa bílsins.

"Guð minn góður, þetta getur ekki verið að gerast"

"Þegar ég kom á staðinn var verið að halda á stráknum mínum inn í sjúkrabílinn. Ég sá ekki strax hvort hann væri með meðvitund, en sá bara að hann var illa slasaður," segir Sigurbjörg Magnúsdóttir, móðir fimm ára gamals pilts sem féll af hestbaki eftir að ökuníðingur fældi hesta undan börnum á reiðnámskeiði í Garðabæ í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×