Dagur B: "Hugmyndir borgarinnar og Sigmundar Davíðs um Nasa keimlíkar" Hrund Þórsdóttir. skrifar 2. júlí 2013 19:01 Skemmtistaðurinn Nasa er í fallegu húsi sem reist var við Austurvöll árið 1878 og sal sem byggður var aftan við húsið árið 1946. Framhúsið er friðað en til stendur að rífa salinn og byggja þar hótel. Fjöldi fólks mótmælti þessu nýlega með tónleikum á Austurvelli og hátt í 18 þúsund manns hafa skrifað undir á síðunni ekkihotel.is. Borgin fer með ákvörðunarvald í málinu en forsætisráðherra vill að borgar- og ríkisstjórn skipti skipulagsvaldinu á milli sín á reitnum. Hann vill viðhalda gömlu byggðamynstri og endurreisa Hótel Ísland, sem stóð við Aðalstræti og stækka í staðinn Ingólfstorg í aðrar áttir. „Það væri þá innrammað af mjög fallegum gömlum eða gamaldags húsum. Hótel Ísland brann 1944 en nú eru menn víða um Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, að endurreisa húsin sem brunnu í seinni heimsstyrjöldinni og mér þætti fara vel á því að endurreisa þessa gömlu byggingu og leysa þar með mörg þeirra vandamála sem eru til staðar í núverandi tillögum,“ segir Sigmundur. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, telur tillögur Sigmundar og borgarráðs nánast þær sömu. „Kannski að öllu leyti nema því að við tökum ekki undir þá róttæku hugmynd sem Sigmundur var með að byggja nýtt hótel í gömlum stíl á um þriðjungi Ingólfstorgs,“ segir Dagur. Hann segir hugmyndir um framtíð Nasa einnig mjög keimlíkar, en borgin vill rífa húsið og endurbyggja í svipuðum stíl og nú, en Sigmundur vill standa vörð um núverandi byggingu. Í hugmyndum borgarinnar er ekki gert ráð fyrir bílastæðum við nýtt hótel á Landssímareitnum og umferð færi því um hið einbreiða Kirkjustræti, framhjá Dómkirkjunni og Alþingi. Mun þetta ekki skapa gríðarlega óæskilega umferð framhjá Dómkirkjunni og Alþingi? „Við höfum farið yfir þessar áhyggjur Alþingis og tekið undir þær, það þarf að stýra umferð hérna,“ segir Dagur. Spurður um hvort til greina komi að deila skipulagsvaldi yfir reitnum, segir Dagur að fyrst væri eðlilegt að kynna hugmynd borgarinnar fyrir forsætisráðherra. „Ég held að það þurfi að hugsa það mjög vel áður en ríkið gerir inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga, hvort sem það er hér eða annars staðar,“ segir Dagur. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Skemmtistaðurinn Nasa er í fallegu húsi sem reist var við Austurvöll árið 1878 og sal sem byggður var aftan við húsið árið 1946. Framhúsið er friðað en til stendur að rífa salinn og byggja þar hótel. Fjöldi fólks mótmælti þessu nýlega með tónleikum á Austurvelli og hátt í 18 þúsund manns hafa skrifað undir á síðunni ekkihotel.is. Borgin fer með ákvörðunarvald í málinu en forsætisráðherra vill að borgar- og ríkisstjórn skipti skipulagsvaldinu á milli sín á reitnum. Hann vill viðhalda gömlu byggðamynstri og endurreisa Hótel Ísland, sem stóð við Aðalstræti og stækka í staðinn Ingólfstorg í aðrar áttir. „Það væri þá innrammað af mjög fallegum gömlum eða gamaldags húsum. Hótel Ísland brann 1944 en nú eru menn víða um Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, að endurreisa húsin sem brunnu í seinni heimsstyrjöldinni og mér þætti fara vel á því að endurreisa þessa gömlu byggingu og leysa þar með mörg þeirra vandamála sem eru til staðar í núverandi tillögum,“ segir Sigmundur. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, telur tillögur Sigmundar og borgarráðs nánast þær sömu. „Kannski að öllu leyti nema því að við tökum ekki undir þá róttæku hugmynd sem Sigmundur var með að byggja nýtt hótel í gömlum stíl á um þriðjungi Ingólfstorgs,“ segir Dagur. Hann segir hugmyndir um framtíð Nasa einnig mjög keimlíkar, en borgin vill rífa húsið og endurbyggja í svipuðum stíl og nú, en Sigmundur vill standa vörð um núverandi byggingu. Í hugmyndum borgarinnar er ekki gert ráð fyrir bílastæðum við nýtt hótel á Landssímareitnum og umferð færi því um hið einbreiða Kirkjustræti, framhjá Dómkirkjunni og Alþingi. Mun þetta ekki skapa gríðarlega óæskilega umferð framhjá Dómkirkjunni og Alþingi? „Við höfum farið yfir þessar áhyggjur Alþingis og tekið undir þær, það þarf að stýra umferð hérna,“ segir Dagur. Spurður um hvort til greina komi að deila skipulagsvaldi yfir reitnum, segir Dagur að fyrst væri eðlilegt að kynna hugmynd borgarinnar fyrir forsætisráðherra. „Ég held að það þurfi að hugsa það mjög vel áður en ríkið gerir inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga, hvort sem það er hér eða annars staðar,“ segir Dagur.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira