Innlent

Makríllinn sækir um íslenskan ríkisborgararétt

Gissur Sigurðsson skrifar
Makríllinn hrygnir nú orðið við Ísland í miklu meira mæli en áður var.
Makríllinn hrygnir nú orðið við Ísland í miklu meira mæli en áður var.
Stóru fjölveiðiskipin hafa nú landað rösklega sex þúsund tonnum af makríl, það sem af er vertíðinni, sem er talsvert minna en á sama tíma í fyrra.

Makríllinn er seinni á ferðinni en í fyrra, líklega vegna lægra hitastigs í hafinu núna. Rannsóknir Hafró leiða í ljós að Makríll er farinn að hrygna í meira mæli og víðar í íslensku lögsögunni en vart varð í næst síðasta leiðangri, sem farinn var árið 2010. Það er lóð á vogarskálarnar í baráttu okkar við að fá sangjarnan hlult í heildar makrílkvótanum á norðaustanverðu Atlantshafi.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×