Innlent

Gerði at í Neyðarlínunni

Í morgun var Neyðarlínunni tilkynnt um vopnaðan mann með skammbyssu fyrir utan bakarí í Reykjanesbæ.

Lögreglan fór á vettvang, og þá var einnig sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til.

Unglingur sást á hlaupum frá bakaríinu og þegar lögreglumenn höfðu elt hann uppi, viðurkenndi hann að hafa hringt í Neyðarlínuna og sagði að um gabb væri að ræða.

Lögreglan lítur málið alvarlegum augum, rætt var við foreldra viðkomandi og málið verður tilkynnt barnaverndaryfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×