Innlent

Ban Ki-moon hitti Sigmund Davíð

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók á móti Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á Þingvöllum í morgun.
Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók á móti Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á Þingvöllum í morgun. Mynd/utanríkisráðuneytið
Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók á móti Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á Þingvöllum í morgun.  

Gengið var frá Hakinu, niður Almannagjá og að Þingvallabústaðnum, en Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO. Í tilkynningu segir að forsætisráðherra og aðalframkvæmdastjóri síðan átt  fund í Þingvallabústaðnum og m.a. rætt um sjálfbæra þróun til framtíðar, loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á náttúru jarðarinnar og áhrif ríkja á framþróun og markmiðssetningu á alþjóðavettvangi.

Aðalframkvæmdastjórinn hafði fyrr um morguninn farið með þyrlu að Langjökli, ásamt utanríkisráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og Helga Björnssyni jöklafræðingi, þar sem hann kynnti sér hvernig jöklar hafa hopað undanfarna áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×