Innlent

Ban Ki-moon: Snowden misnotaði aðstöðu sína

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Aðalritari Sameinuðu þjóðana lýsti því yfir  á fundi utanríkismálanefndar að uppljóstrarinn Edward Snowden hefði misnotað aðstöðu sína þegar hann lak trúnaðarupplýsingum NSA.
Aðalritari Sameinuðu þjóðana lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar að uppljóstrarinn Edward Snowden hefði misnotað aðstöðu sína þegar hann lak trúnaðarupplýsingum NSA.
The Guardian fjallaði í dag um heimsókn Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, til Íslands. Þar var komið sérstaklega inn á  ummæli hans um uppljóstrarann Edward Snowden á fundi utanríkismálanefdnar Alþingis.

Ban Ki-moon sagði á fundinum að Snowden hefði misnotað aðgang sinn að rafrænum upplýsingum. Hann fordæmdi aðgerðir Snowdens og sagði hann hafa valdið miklum skaða. „Snowdenmálið er eitthvað sem ég álít vera misnotkun,“ var meðal þess sem Ki-moon sagði á fundinum.

The Guardian tekur fram að ummæli aðalritarans hafi vakið undrun meðal fundarmanna, en Snowden er talinn hafa sótt um hæli hér á landi aðeins nokkrum klukkutímum áður en fundurinn fór fram. Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, bað Ki-moon um útskýringu á ummælunum sem svaraði því að slíkt upplýsingaflæði væri af hinu góða í stóru samhengi, en að það gæti leitt af sér meira slæmt en gott þegar einstaklingar misnoti aðstöðu sína.

Ban bætti því við að einkalíf fólks ætti að vera grundvallaratriði í öllum löndum og að málfrelsi og upplýsingaflæði sé mikilvægt. Aftur á móti benti hann svo á að fólk þurfi að gera sér grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að eyða tíma á samskiptamiðlum og setja upplýsingar þar inn.

Birgitta lýsti því yfir að henni þætti rangt af Ban Ki-moon að fordæma uppljóstrarann persónulega á fundinum. „Það virtist sem honum væri alveg sama um persónunjósnir stjórnvalda um allan heim og hafði aðeins áhyggjur af því hvernig uppljóstarar misnota kerfið,“ sagði Birgitta.

Nánar er fjallað um málið á The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×