Ban Ki-moon: Snowden misnotaði aðstöðu sína Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. júlí 2013 21:22 Aðalritari Sameinuðu þjóðana lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar að uppljóstrarinn Edward Snowden hefði misnotað aðstöðu sína þegar hann lak trúnaðarupplýsingum NSA. The Guardian fjallaði í dag um heimsókn Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, til Íslands. Þar var komið sérstaklega inn á ummæli hans um uppljóstrarann Edward Snowden á fundi utanríkismálanefdnar Alþingis. Ban Ki-moon sagði á fundinum að Snowden hefði misnotað aðgang sinn að rafrænum upplýsingum. Hann fordæmdi aðgerðir Snowdens og sagði hann hafa valdið miklum skaða. „Snowdenmálið er eitthvað sem ég álít vera misnotkun,“ var meðal þess sem Ki-moon sagði á fundinum. The Guardian tekur fram að ummæli aðalritarans hafi vakið undrun meðal fundarmanna, en Snowden er talinn hafa sótt um hæli hér á landi aðeins nokkrum klukkutímum áður en fundurinn fór fram. Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, bað Ki-moon um útskýringu á ummælunum sem svaraði því að slíkt upplýsingaflæði væri af hinu góða í stóru samhengi, en að það gæti leitt af sér meira slæmt en gott þegar einstaklingar misnoti aðstöðu sína. Ban bætti því við að einkalíf fólks ætti að vera grundvallaratriði í öllum löndum og að málfrelsi og upplýsingaflæði sé mikilvægt. Aftur á móti benti hann svo á að fólk þurfi að gera sér grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að eyða tíma á samskiptamiðlum og setja upplýsingar þar inn. Birgitta lýsti því yfir að henni þætti rangt af Ban Ki-moon að fordæma uppljóstrarann persónulega á fundinum. „Það virtist sem honum væri alveg sama um persónunjósnir stjórnvalda um allan heim og hafði aðeins áhyggjur af því hvernig uppljóstarar misnota kerfið,“ sagði Birgitta. Nánar er fjallað um málið á The Guardian. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
The Guardian fjallaði í dag um heimsókn Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, til Íslands. Þar var komið sérstaklega inn á ummæli hans um uppljóstrarann Edward Snowden á fundi utanríkismálanefdnar Alþingis. Ban Ki-moon sagði á fundinum að Snowden hefði misnotað aðgang sinn að rafrænum upplýsingum. Hann fordæmdi aðgerðir Snowdens og sagði hann hafa valdið miklum skaða. „Snowdenmálið er eitthvað sem ég álít vera misnotkun,“ var meðal þess sem Ki-moon sagði á fundinum. The Guardian tekur fram að ummæli aðalritarans hafi vakið undrun meðal fundarmanna, en Snowden er talinn hafa sótt um hæli hér á landi aðeins nokkrum klukkutímum áður en fundurinn fór fram. Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, bað Ki-moon um útskýringu á ummælunum sem svaraði því að slíkt upplýsingaflæði væri af hinu góða í stóru samhengi, en að það gæti leitt af sér meira slæmt en gott þegar einstaklingar misnoti aðstöðu sína. Ban bætti því við að einkalíf fólks ætti að vera grundvallaratriði í öllum löndum og að málfrelsi og upplýsingaflæði sé mikilvægt. Aftur á móti benti hann svo á að fólk þurfi að gera sér grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að eyða tíma á samskiptamiðlum og setja upplýsingar þar inn. Birgitta lýsti því yfir að henni þætti rangt af Ban Ki-moon að fordæma uppljóstrarann persónulega á fundinum. „Það virtist sem honum væri alveg sama um persónunjósnir stjórnvalda um allan heim og hafði aðeins áhyggjur af því hvernig uppljóstarar misnota kerfið,“ sagði Birgitta. Nánar er fjallað um málið á The Guardian.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira