Innlent

Ólafur Rafnsson jarðsunginn í dag

Ólafur Rafnsson, forseti Íþróttasambands Íslands, lést 19. júní síðastliðinn fimmtugur að aldri.
Ólafur Rafnsson, forseti Íþróttasambands Íslands, lést 19. júní síðastliðinn fimmtugur að aldri.
Útför Ólafs E. Rafnssonar, forseta ÍSÍ, fer fram frá Hallgrímskirkju í dag fimmtudaginn 4. júlí klukkan 15:00.

Ólafur varð bráðkvaddur þann 19. júní sl., fimmtugur að aldri.  Hann var þá staddur í Genf í Sviss að sinna starfi sínu sem forseti FIBA Europe.

Fulltrúar Alþjóðaólympíunefndarinnar og Evrópusambands ólympíunefnda, fulltrúar frá Alþjóðakörfuknattleikssambandinu og Evrópska körfuknattleikssambandinu, auk fleiri erlendra gesta, verða viðstaddir athöfnina til að heiðra minningu Ólafs að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Í tilkynningu segir ennfremur:

„Erfidrykkja verður haldin í Íþróttamiðstöð Hauka, Ásvöllum í Hafnarfirði.

Minningarsjóður var stofnaður í nafni Ólafs E. Rafnssonar og hefur sjóðnum borist fjöldi framlaga víðs vegar að sem sýnir glöggt í hversu miklum metum Ólafur hefur verið jafnt á alþjóðavísu sem og hér heima.

Ólafur lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn og er hugur íþróttahreyfingarinnar hjá fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.“


Tengdar fréttir

Leika með sorgarbönd gegn Dönum

Leikmenn íslenska kvennalandsliðið munu spila með sorgarbönd þegar liðið mætir Danmörku í æfingaleik ytra síðar í dag vegna fráfalls Ólafs E. Rafnssonar, forseta ÍSÍ.

Ólafur Rafnsson bráðkvaddur

Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Þetta kemur fram á vef ÍSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×