Innlent

Íhugar að fella úr gildi stækkun friðunarsvæðis fyrir hrefnuveiðar

Gissur Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að fara nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um kvóta á næsta fiskveiðiári, sem hefst fyrsta september og í athugun er að setja kvóta á úthafsrækju.
Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að fara nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um kvóta á næsta fiskveiðiári, sem hefst fyrsta september og í athugun er að setja kvóta á úthafsrækju.
Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að fara nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um kvóta á næsta fiskveiðiári, sem hefst fyrsta september og í athugun er að setja kvóta á úthafsrækju.

Þar með verður þorskkvótinn 215 þúsund tonn, ýsukvótinn 38 þúsund, ufsinn 57 og karfi lliðlega 60 þúsund svo dæmi séu tekin.

Leyfilegur heildarafli eykst í þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, þykkvalúru, sólkola, síld og löngu, og má áætla að útflutningsverðmæti aukningarinnar nemi um 15 milljörðum króna.

Heildaraflinn í öðrum tegundum helst óbreyttur á milli ára eða lækkar óverulega. Ýmsir hagsmunahópar, eins og til dæmis smábátasjómenn, vildu sjá meiri þorskkvóta og hafa látið reikna út fyrir sig að núverandi úthlutun sé innan við svonefnda 20 prósenta aflareglu og fleiri hópar telja óhætt að auka ýsukvótann, en það eru svosem ekki ný viðbrögð við kvótaúthlutun hverju sinni.

Þá mun sjávarútvegsráðuneytið vera að undirbúa að setja kvóta á úthafsrækju, en þær hafa að matil ráðuneytisins farið úr böndunum við núverandi fyrirkomulag, sem eru frjálsar veiðar.

Þá hefur fréttastofan heimildlir fyrir því að sjávarútvegsráðherra íhugi að fella úr gildi stækkun friðunarsvæðis fyrir hrefnuveiðar í Faxaflóa, sem fyrirrennari hans ákvað rétt áður en hann lét af ráðherrastóli.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×