Öllum ferðum Herjólfs aflýst en samt góð stemning á Goslokahátíð Boði Logason skrifar 6. júlí 2013 17:33 Ferðum Herjólfs er stundum frestað ef ölduhæð er mikil. GVA/Vilhelm Öllum fjórum ferðum Herjólfs til Vestmannaeyja í dag hefur verið aflýst vegna veðurs. Ölduhæð í Landeyjahöfn var þrír metrar klukkan fjögur í dag. Þrátt fyrir erfiðleika í samgöngum milli lands og Eyja segir formaður Goslokahátíðarinnar að mikið stuð sé í Vestmannaeyjum. Goslokahátíðin fer fram um helgina en í janúar næstkomandi verða 40 ár liðin frá því að gos hófst í Heimaey. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, formaður Goslokahátíðarnefndar, segir að einhverjir gestir hafi ætlað að koma með ferjunni til Eyja í dag. „Við látum það ekkert hafa alltof mikil áhrif á okkur. En auðvitað þarf maður að hringja aðeins fleiri símtöl og þetta er náttúrulega leiðinlegt fyrir fólkið sem ætlaði að koma. En við gerum bara gott úr þessu eins og öðru." Hátíðin hófst á miðvikudaginn þegar ný heimildarmynd um gosið var frumsýnd. Stanslaus dagskrá hefur verið síðan þá, meðal annars tónleikar með Fjallabræðrum. Í dag hefur verið dorgveiðimót og vestmannaeyjahlaup fyrir krakkana. „Núna er einmitt að fara af stað barnadagskrá í íþróttamiðstöðinni. Hún var færð af Stakkagerðistúni vegna veðurs en þá akkurat þegar búið var að taka ákvörðun um það fór sólin að glenna sig. Svo verður vítaspyrnukeppni eftir þetta þar sem stórstjarnan David James leyfir krökkunum að njóta sín. Síðan verður þessi gamla góða eyjastemning í kvöld niðri á Skipasandi þar sem hinar ýmsu hljómsveitir syngja fyrir Vestmannaeyinga og allir bara skemmta sér." Aðspurð hversu margir gestir eru á hátíðinni segir Hildur: „Það er góð spurning. Þeir hjá Eimskipum voru búnir að reikna með því að fjöldinn í Eyjunni myndi tvöfaldast þannig að ætli það séu ekki svona 8000 manns í bænum." „Þetta er bara eins og á lélegri þjóðhátíð?" „Já ætli við getum ekki sagt það," segir Hildur og hlær. „En við erum auðvitað rosalega ánægð með þetta og allt farið mjög vel fram hingað til." Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Öllum fjórum ferðum Herjólfs til Vestmannaeyja í dag hefur verið aflýst vegna veðurs. Ölduhæð í Landeyjahöfn var þrír metrar klukkan fjögur í dag. Þrátt fyrir erfiðleika í samgöngum milli lands og Eyja segir formaður Goslokahátíðarinnar að mikið stuð sé í Vestmannaeyjum. Goslokahátíðin fer fram um helgina en í janúar næstkomandi verða 40 ár liðin frá því að gos hófst í Heimaey. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, formaður Goslokahátíðarnefndar, segir að einhverjir gestir hafi ætlað að koma með ferjunni til Eyja í dag. „Við látum það ekkert hafa alltof mikil áhrif á okkur. En auðvitað þarf maður að hringja aðeins fleiri símtöl og þetta er náttúrulega leiðinlegt fyrir fólkið sem ætlaði að koma. En við gerum bara gott úr þessu eins og öðru." Hátíðin hófst á miðvikudaginn þegar ný heimildarmynd um gosið var frumsýnd. Stanslaus dagskrá hefur verið síðan þá, meðal annars tónleikar með Fjallabræðrum. Í dag hefur verið dorgveiðimót og vestmannaeyjahlaup fyrir krakkana. „Núna er einmitt að fara af stað barnadagskrá í íþróttamiðstöðinni. Hún var færð af Stakkagerðistúni vegna veðurs en þá akkurat þegar búið var að taka ákvörðun um það fór sólin að glenna sig. Svo verður vítaspyrnukeppni eftir þetta þar sem stórstjarnan David James leyfir krökkunum að njóta sín. Síðan verður þessi gamla góða eyjastemning í kvöld niðri á Skipasandi þar sem hinar ýmsu hljómsveitir syngja fyrir Vestmannaeyinga og allir bara skemmta sér." Aðspurð hversu margir gestir eru á hátíðinni segir Hildur: „Það er góð spurning. Þeir hjá Eimskipum voru búnir að reikna með því að fjöldinn í Eyjunni myndi tvöfaldast þannig að ætli það séu ekki svona 8000 manns í bænum." „Þetta er bara eins og á lélegri þjóðhátíð?" „Já ætli við getum ekki sagt það," segir Hildur og hlær. „En við erum auðvitað rosalega ánægð með þetta og allt farið mjög vel fram hingað til."
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira