Innlent

Fimm skemmtiferðaskip væntanleg í dag

Gissur Sigurðsson skrifar
Um 6,600 farþegar og 2,800 skipverjar eru væntanlegir með skemmtiferðaskipum í dag.
Um 6,600 farþegar og 2,800 skipverjar eru væntanlegir með skemmtiferðaskipum í dag.
Fjögur skemmtiferðaskip eru væntanleg til Reykjavíkur, samkvæmt vef Faxaflóahafna, og eitt til  Hafnarfjarðar í dag með 6,600 farþega og 2,800 skipverja.

Þetta verður mesti fjöldi með skemmitferðaskipum á einum degi til þessa. Hátt í eitt hundrað rútubílar munu fara með farþegana í hópferðir, að sögn Morgunblaðsins, auk leigubíla og bílaleigubíla, og svo fjallabíla til jöklaferða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×