Innlent

Unglingur með rafstuðtæki á Akureyri

Jóhannes Stefánsson skrifar
Drengurinn segist hafa fundið rafstuðtækið.
Drengurinn segist hafa fundið rafstuðtækið. AFP/Anton
Lögreglan á Akureyri gerði í nótt upptækt rafstuðtæki sem fimmtán ára unglingur var að leika sér með í bænum. Hann hafði ekki stuðað neinn en sveiflaði tækinu í kringum sig og bauð fólki að sjá þegar straumurinn fór á milli. Varsla slíks tækis varðar við vopnalög en unglingurinn gaf lögreglunni þá skýringu að hann hefði fundið tækið. Hann var sóttur af foreldrum sínum á lögreglustöðina.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í miðbænum. Gestur veitingastaðarins hafði fengið glerbrot í augað, en hann var fluttur á slysadeild. Árásaraðilinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina Hverfisgötu þar sem hann var vistaður í fangageymslu.

Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur, en þeim var sleppt að lokinni blóðtöku. Annar þeirra reyndi að komast undan lögreglu, án árangurs.

Um klukkan þrjú var svo tilkynnt um aðra líkamsárás á veitingastað í miðbænum. Þar hafði stúlka verið slegin í höfuðið með glasi og var hún flutt á slysadeild vegna atviksins. Lögreglan veit hver gerandi er, en hann ekki fundist. Í heildina voru því 8 sem gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt, og þar af fjórir sem munu fara í skýrslutöku síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×