Innlent

Ferðatöskurnar fóru ekki um borð - 17 vélum seinkaði

Boði Logason skrifa
Farþegar á Keflavíkurfluvelli
Farþegar á Keflavíkurfluvelli Mynd úr safni

Bilun kom upp í farangursflokkurnarkerfinu á Keflavíkurflugvelli í nótt með þeim afleiðingum að engar ferðatöskur fóru um borð í flugvélar frá klukkan fjögur til sjö.

Brottför sautján flugvéla tafðist ýmist um þrjátíu til níutíu mínútur og langar biðraðir mynduðust í innritunarsalnum.

Friðþór Eydal, upplýsinga fulltrúi Isavia, segir í samtali við fréttastofu að sett hafi verið upp handvirkt kerfi, sem sé öllu seinlegra en stafræna.

Ekki er ljóst hvað olli biluninni, en tæknimenn vinna nú að því að komast að því hvað fór úrskeiðis.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.