Veiðigjöldin henta ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2013 13:11 Jón Gunnarsson. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á veiðigjöldum ekki henta til þjóðaratkvæðagreiðslu, enda sé um tímabundna breytingu á lögum að ræða þar sem gildandi lög séu óframkvæmanleg. Meirihluti kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins er á móti lækkun veiðigjalda eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö. Á bilinu 86 til 90 prósent stuðningsmanna Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru andvíg lækkun gjaldanna, og 74 prósent stuðningsmanna Pírata og þá er meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, eða 59 prósent andvíg frumvarpinu. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis sem afgreiddi frumvarpið frá sér til annarrar umræðu í gær, segir að skort hafi á efnislega umræðu um málið. „Mér hefur fundist skorta á það almennt séð að fjallað sé ítarlega um stöðuna í þessu máli, varðandi álagningu veiðigjalds og hvaða áhrif það hefði á mismunandi greinar. Í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir því að lækka verulega veiðigjöldin á þau fyrirtæki sem farið hafa illa út úr álagningu veiðigjaldsins og er almennt viðurkennt að eiga í vandræðum með að standa í skilum og í rekstri," segir Jón. En á sama tíma séu veiðigjöldin hækkuð umtalsvert á stærstu útgerðir í uppsjávarveiðum. Það sé gagnrýnt af þeim útgerðum sem telji að of langt sé gengið. „Aðalatriðið er að það varð að setja ný lög til þess að hægt verði að leggja á sérstakt veiðigjald á næsta fiskveiðiári. Niðurstaða ráðuneytisins og okkar er að gera það með þeim hætti að taka tillit til þeirra helstu galla sem eru á núverandi álagningu, þ.e.a.s. að koma til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki í bolfiskveiðum en á sama tíma hækka á þau fyrirtæki sem eru stór og öflug og eru í uppsjávarveiðum," segir Jón. Forseti íslands hefur ítrekað að málefni sjávarauðlindanna henti vel til þjóðaratkvæðagreiðslu, enda sé þar um að ræða eina helstu auðlind þjóðarinnar og eðlilegt að hún fái tækifæri til að segja álit sitt á nýtingu hennar verði farið fram á það, en nú hafa rúmlega 33 þúsund manns skrifað undir áskorun um að frumvarp sjávarútvegsráðherra verði ekki samþykkt. Jón bendir á að boðaðar breytingar á veiðigjöldunum verði tímabundnar til eins árs og frekari endurskoðun boðuð enda núgildandi lög óframkvæmanleg. „Og ég tel að þetta mál henti ekki sem slíkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þótt þetta sýni vissulega mikinn áhuga almennings á þessu máli og sendi skýr skilaboð. Og það eigum við alþingismenn að sjálfsögðu að hlusta á," segir Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á veiðigjöldum ekki henta til þjóðaratkvæðagreiðslu, enda sé um tímabundna breytingu á lögum að ræða þar sem gildandi lög séu óframkvæmanleg. Meirihluti kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins er á móti lækkun veiðigjalda eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö. Á bilinu 86 til 90 prósent stuðningsmanna Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru andvíg lækkun gjaldanna, og 74 prósent stuðningsmanna Pírata og þá er meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, eða 59 prósent andvíg frumvarpinu. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis sem afgreiddi frumvarpið frá sér til annarrar umræðu í gær, segir að skort hafi á efnislega umræðu um málið. „Mér hefur fundist skorta á það almennt séð að fjallað sé ítarlega um stöðuna í þessu máli, varðandi álagningu veiðigjalds og hvaða áhrif það hefði á mismunandi greinar. Í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir því að lækka verulega veiðigjöldin á þau fyrirtæki sem farið hafa illa út úr álagningu veiðigjaldsins og er almennt viðurkennt að eiga í vandræðum með að standa í skilum og í rekstri," segir Jón. En á sama tíma séu veiðigjöldin hækkuð umtalsvert á stærstu útgerðir í uppsjávarveiðum. Það sé gagnrýnt af þeim útgerðum sem telji að of langt sé gengið. „Aðalatriðið er að það varð að setja ný lög til þess að hægt verði að leggja á sérstakt veiðigjald á næsta fiskveiðiári. Niðurstaða ráðuneytisins og okkar er að gera það með þeim hætti að taka tillit til þeirra helstu galla sem eru á núverandi álagningu, þ.e.a.s. að koma til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki í bolfiskveiðum en á sama tíma hækka á þau fyrirtæki sem eru stór og öflug og eru í uppsjávarveiðum," segir Jón. Forseti íslands hefur ítrekað að málefni sjávarauðlindanna henti vel til þjóðaratkvæðagreiðslu, enda sé þar um að ræða eina helstu auðlind þjóðarinnar og eðlilegt að hún fái tækifæri til að segja álit sitt á nýtingu hennar verði farið fram á það, en nú hafa rúmlega 33 þúsund manns skrifað undir áskorun um að frumvarp sjávarútvegsráðherra verði ekki samþykkt. Jón bendir á að boðaðar breytingar á veiðigjöldunum verði tímabundnar til eins árs og frekari endurskoðun boðuð enda núgildandi lög óframkvæmanleg. „Og ég tel að þetta mál henti ekki sem slíkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þótt þetta sýni vissulega mikinn áhuga almennings á þessu máli og sendi skýr skilaboð. Og það eigum við alþingismenn að sjálfsögðu að hlusta á," segir Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira