Forsætisráðherra vill bjarga Nasa Karen Kjartansdóttir skrifar 28. júní 2013 19:18 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari hittust á Austurvelli í dag og ræddu um framtíð Nasa. Sigmundur vill að að borgar- og ríkisstjórn skipti skipulagsvaldinu á milli sín á þessum reit. Hópurinn - Björgum Ingólfstorgi og Nasa - sem Páll Óskar hefur mikið talað fyrir, fundaði með forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu í dag. Umfjöllunarefnið var skipulagsmál miðborgarinnar, einkum framtíð Nasa. Hópurinn gekk því næst á Austurvöll og virti fyrir sér svæðið og voru allir sammála um að hugmyndir um hótelbyggingu séu einkar óhentugar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Páll Óskar segir að af mörgum slæmum hugmyndum sé hugmynd um hótel á Landsímareitnum sú allra versta. „Við verðum að leita allra annarra leiða, ein hugmynd sem komið hefur upp er að hér verði skrifstofur Alþingis starfræktar, jafnvel veitingahús eða álíka þjónusta á neðstu hæðunum. Tónlistasalurinn Nasa á svo að fá að standa í sinni upprunalegu mynd og gegna því hlutverki sem hann hefur gegnt undanfarin fjörtíu eða fimmtíu ár," segir Páll. Sigmundur Davíð hefur á þessu miklar skoðanir og þekkingu. Hann hefur látið sig málið varða í gegnum tíðina og ritað greinar þar sem hann varpar fram hugmyndum um framtíð þessa reits. „Ég velti upp hugmyndum á sínum tíma um hvernig mætti leysa úr þessu hér en þetta er auðvitað bara eitt af mörgum álitaefnum hér í miðbænum sem þarf að leysa í heild og þess vegna þarf nýjar reglur um þennan miðbæ og jafnvel miðbæi annarsstaðar líka," segir Sigmundur. Hann segir að stað þess að halda áfram að fjölga stórbyggingum í miðbænum ætti að reyna að viðhalda byggðamynstrinu og veita frekari leyfi til að byggja stærri hús annarsstaðar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram svipaðar hugmyndir og Sigmundur Davíð talar fyrir og vill hann að þær verði teknar til frekari skoðunar nú. Skipulagsmál borgarinnar eru nú á forræði borgaryfirvalda en ekki Alþingis eða ríkistjórnarinnar. „Það er rétt að borgin stýrir þessu en ég held að það væri æskilegt, vegna sérstöðu þessa svæðis, að þjóðkjörnir fulltrúar og fulltrúar borgarinnar skiptu betur með sér skipulagsvaldinu hér," segir Sigmundur og bætir við. „Þetta svæði hér er svipað og þjóðgarður, það er að segja sameign allrar þjóðarinnar og ástæða til að haga skipulagsmálum í samræmi við það." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram svipaðar hugmyndir og Sigmundur Davíð talar fyrir og vill hann að þær verði teknar til frekari skoðunar nú. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari hittust á Austurvelli í dag og ræddu um framtíð Nasa. Sigmundur vill að að borgar- og ríkisstjórn skipti skipulagsvaldinu á milli sín á þessum reit. Hópurinn - Björgum Ingólfstorgi og Nasa - sem Páll Óskar hefur mikið talað fyrir, fundaði með forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu í dag. Umfjöllunarefnið var skipulagsmál miðborgarinnar, einkum framtíð Nasa. Hópurinn gekk því næst á Austurvöll og virti fyrir sér svæðið og voru allir sammála um að hugmyndir um hótelbyggingu séu einkar óhentugar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Páll Óskar segir að af mörgum slæmum hugmyndum sé hugmynd um hótel á Landsímareitnum sú allra versta. „Við verðum að leita allra annarra leiða, ein hugmynd sem komið hefur upp er að hér verði skrifstofur Alþingis starfræktar, jafnvel veitingahús eða álíka þjónusta á neðstu hæðunum. Tónlistasalurinn Nasa á svo að fá að standa í sinni upprunalegu mynd og gegna því hlutverki sem hann hefur gegnt undanfarin fjörtíu eða fimmtíu ár," segir Páll. Sigmundur Davíð hefur á þessu miklar skoðanir og þekkingu. Hann hefur látið sig málið varða í gegnum tíðina og ritað greinar þar sem hann varpar fram hugmyndum um framtíð þessa reits. „Ég velti upp hugmyndum á sínum tíma um hvernig mætti leysa úr þessu hér en þetta er auðvitað bara eitt af mörgum álitaefnum hér í miðbænum sem þarf að leysa í heild og þess vegna þarf nýjar reglur um þennan miðbæ og jafnvel miðbæi annarsstaðar líka," segir Sigmundur. Hann segir að stað þess að halda áfram að fjölga stórbyggingum í miðbænum ætti að reyna að viðhalda byggðamynstrinu og veita frekari leyfi til að byggja stærri hús annarsstaðar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram svipaðar hugmyndir og Sigmundur Davíð talar fyrir og vill hann að þær verði teknar til frekari skoðunar nú. Skipulagsmál borgarinnar eru nú á forræði borgaryfirvalda en ekki Alþingis eða ríkistjórnarinnar. „Það er rétt að borgin stýrir þessu en ég held að það væri æskilegt, vegna sérstöðu þessa svæðis, að þjóðkjörnir fulltrúar og fulltrúar borgarinnar skiptu betur með sér skipulagsvaldinu hér," segir Sigmundur og bætir við. „Þetta svæði hér er svipað og þjóðgarður, það er að segja sameign allrar þjóðarinnar og ástæða til að haga skipulagsmálum í samræmi við það." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram svipaðar hugmyndir og Sigmundur Davíð talar fyrir og vill hann að þær verði teknar til frekari skoðunar nú.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira