Fótbolti

Alexis óttast ekki samkeppnina við Neymar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexis Sanchez í leik með Barcelona.
Alexis Sanchez í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP
Sílemaðurinn Alexis Sanchez er ánægður með að fá aukna samkeppni um stöðu í byrjunarliði Barcelona.

Brasilíumaðurinn Neymar gekk í raðir Barcelona nú í sumar en Alexis hefur átt í vandræðum með að festa sig í sessi í liði Börsunga eftir að hann kom frá Udinese á Ítalíu árið 2011.

„Ég lít á það sem mikinn kost að spila við hlið leikmanna á borð við Neymar og Messi,“ sagði hann í samtali við fjölmiðla í heimalandinu.

„Samkeppni styrkir mann og þó svo að ég sé að berjast við Neymar um byrjunarliðssæti mun ég gera allt sem ég get til að hjálpa mínu liði. Ég vil standa mig vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×