Mörg hundruð milljónir í vanrækslugjöld Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júní 2013 19:37 Að meðaltali eru 35 þúsund álagningarseðlar afgreiddir árlega. mynd/vilhelm Vanrækslugjald ökutækja hefur skilað milljón krónum í ríkiskassann daglega síðustu fjögur ár. Formaður FÍB óttast að mun fleiri ökutæki komist ekki í gegnum skoðun með hækkandi aldri bílaflotans. Bílaflotinn á Íslandi er sá elsti í Evrópu. Fjöldi skráðra ökutækja hefur að mestu staðið í stað síðustu ár en þó að nokkur fjölgun hafi átt sér stað undanfarið. Alls eru þrjú hundruð og sjö þúsund ökutæki skráð á Íslandi í dag. Um fjórðungur allra ökutækja kemst ekki í gegnum árlega skoðun og fær endurskoðun, eða um 24 til 25 prósent. Endurskoðunin segir þó ekki alla söguna, enda eru margir sem fresta því að mæta á skoðanastöðvar. Hérna kemur vanrækslugjaldið til kasta, heilar fimmtán þúsund krónur. Vanrækslugjaldið hefur skilað einum komma þremur milljörðum króna í ríkiskassann frá árinu tvö þúsund og níu. Þetta jafngildir hátt í einni milljón króna fyrir hvern einasta dag ársins. Að meðaltali eru 35 þúsund álagningarseðlar afgreiddir árlega. mynd/Stefán „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að bílaflotinn er að eldast, viðhald bíla er afar dýrt. Þannig að það er nokkuð um það að menn séu að fresta viðhaldi. Þannig að ég geri ráð fyrir að það sé töluvert meira um endurskoðun núna en áður," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.„Auðvitað er umferðin okkar ekkert einkamál. Við erum þarna upp á náð og miskunn samborgara okkar, þannig að það er mjög æskilegt að bílar séu í góðu ástandi." Fáir þekkja þennan veruleika jafn vel og sjálfir skoðanamennirnir. Þeir voru í óðaönn að sinna ökumönnum á síðasta snúning fyrir mánaðarmótin þegar fréttastofa hitti þá í Hafnarfirði. „Já, við finnum fyrir því að bílaflotinn er að eldast," segir Bergur Helgason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar.„En það er kannski ekki hægt að segja að ástandið sé að verða mikið verra, en menn eru vissuleg að halda gömlu bílunum lengur í gangi." „Það er síðasti dagur mánaðarins og þá er alltaf nóg að gera. Fólk er að lenda á síðast séns með að koma ökutækjunum í skoðun, til að sleppa við sektina," segir Bergur. „Hér er alltaf stuð og stemning á síðasta degi mánaðarins, það eru þessi vanrækslugjöld sem leggjast á bíla," segir Björn Þór Hannesson, skoðunarmaður hjá Aðalskoðun. „Íslendingar eru náttúrlega ekta þjóð fyrir þetta, geyma allt fram á síðasta dag. Einmitt þess vegna erum við að standa hér í dag. En sektin kemur ekki fyrr en á mánudaginn, þannig að fólk ætti að mæta á svæðið. Þetta eru skilaboðin til þjóðarinnar." Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Vanrækslugjald ökutækja hefur skilað milljón krónum í ríkiskassann daglega síðustu fjögur ár. Formaður FÍB óttast að mun fleiri ökutæki komist ekki í gegnum skoðun með hækkandi aldri bílaflotans. Bílaflotinn á Íslandi er sá elsti í Evrópu. Fjöldi skráðra ökutækja hefur að mestu staðið í stað síðustu ár en þó að nokkur fjölgun hafi átt sér stað undanfarið. Alls eru þrjú hundruð og sjö þúsund ökutæki skráð á Íslandi í dag. Um fjórðungur allra ökutækja kemst ekki í gegnum árlega skoðun og fær endurskoðun, eða um 24 til 25 prósent. Endurskoðunin segir þó ekki alla söguna, enda eru margir sem fresta því að mæta á skoðanastöðvar. Hérna kemur vanrækslugjaldið til kasta, heilar fimmtán þúsund krónur. Vanrækslugjaldið hefur skilað einum komma þremur milljörðum króna í ríkiskassann frá árinu tvö þúsund og níu. Þetta jafngildir hátt í einni milljón króna fyrir hvern einasta dag ársins. Að meðaltali eru 35 þúsund álagningarseðlar afgreiddir árlega. mynd/Stefán „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að bílaflotinn er að eldast, viðhald bíla er afar dýrt. Þannig að það er nokkuð um það að menn séu að fresta viðhaldi. Þannig að ég geri ráð fyrir að það sé töluvert meira um endurskoðun núna en áður," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.„Auðvitað er umferðin okkar ekkert einkamál. Við erum þarna upp á náð og miskunn samborgara okkar, þannig að það er mjög æskilegt að bílar séu í góðu ástandi." Fáir þekkja þennan veruleika jafn vel og sjálfir skoðanamennirnir. Þeir voru í óðaönn að sinna ökumönnum á síðasta snúning fyrir mánaðarmótin þegar fréttastofa hitti þá í Hafnarfirði. „Já, við finnum fyrir því að bílaflotinn er að eldast," segir Bergur Helgason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar.„En það er kannski ekki hægt að segja að ástandið sé að verða mikið verra, en menn eru vissuleg að halda gömlu bílunum lengur í gangi." „Það er síðasti dagur mánaðarins og þá er alltaf nóg að gera. Fólk er að lenda á síðast séns með að koma ökutækjunum í skoðun, til að sleppa við sektina," segir Bergur. „Hér er alltaf stuð og stemning á síðasta degi mánaðarins, það eru þessi vanrækslugjöld sem leggjast á bíla," segir Björn Þór Hannesson, skoðunarmaður hjá Aðalskoðun. „Íslendingar eru náttúrlega ekta þjóð fyrir þetta, geyma allt fram á síðasta dag. Einmitt þess vegna erum við að standa hér í dag. En sektin kemur ekki fyrr en á mánudaginn, þannig að fólk ætti að mæta á svæðið. Þetta eru skilaboðin til þjóðarinnar."
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira