"Hann er heppinn að hafa ekki lamast" Hrund Þórsdóttir skrifar 14. júní 2013 18:02 Fjögur börn, fimm til átta ára gömul, voru á leið til baka úr reiðtúr ásamt leiðbeinendum sínum þegar þau þurftu að fara yfir götu við hesthúsahverfið á Kjóavöllum. Að sögn Höllu Maríu Þórðardóttur, eiganda reiðskólans, var teymt undir börnunum og farið að öllu með gát. „Svo kemur bíll á fleygiferð. Þau eru greinilega eitthvað fyrir honum og hann keyrir alveg á fullu framhjá þeim og heldur bara flautunni inni. Þá náttúrulega fælast hrossin og hlaupa yfir og það þarf svo lítið til að þessi krakkagrey detti af. Þau flugu öll af greyin,“ segir Halla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys verður við þessa götu og segir Halla nauðsynlegt að setja upp hraðahindranir. Hún kveðst orðlaus yfir framkomu ökumannsins og segir börnin hafa orðið fyrir miklu áfalli. Eitt þeirra slasaðist alvarlega, hinn fimm ára gamli Patrekur Trausti Jóhannesson. Móðir hans, Sigurbjörg Magnúsdóttir, var á leiðinni að sækja hann í reiðskólann þegar hún þurfti að víkja fyrir sjúkrabílum. „Svo þegar ég kem á staðinn þá er verið að halda á stráknum mínum inn í sjúkrabíl. Ég sá ekki strax hvort hann væri með meðvitund, heldur sá bara að hann var greinilega illa slasaður. Allir hestarnir höfðu hlaupið í burtu og krakkarnir lágu bara eins og tuskur úti um allt,“ segir Sigurbjörg. Patrekur var mikið kvalinn og átti erfitt með andardrátt. „Svo er hann spurður hvort hann finni fyrir fótunum og hann segir nei. Ég hugsaði bara guð minn góður, þetta getur ekki verið að gerast,“ segir Sigurbjörg. Stuttu seinna fór Patrekur að hreyfa fæturna en hann hlaut slæma áverka, meðal annars tvær rifur á lifrina og innvortis blæðingar. „Hann er með áverka á bakinu, á svæðinu hjá hryggnum, þar sem mænan er. Hann er mikið marinn þar og bara heppinn að hafa ekki lamast eða slasast ennþá meira. Það hefur greinilega verið einhver verndarvængur yfir honum,“ segir Sigurbjörg. Patrekur var fluttur af gjörgæslu á Barnaspítalann í dag og útlit er fyrir að hann nái sér að fullu. Sigurbjörg hvetur ökumenn til að sýna aðgát og vonar að ökuníðingurinn sjái að sér. Hann hefur ekki gefið sig fram. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Fjögur börn, fimm til átta ára gömul, voru á leið til baka úr reiðtúr ásamt leiðbeinendum sínum þegar þau þurftu að fara yfir götu við hesthúsahverfið á Kjóavöllum. Að sögn Höllu Maríu Þórðardóttur, eiganda reiðskólans, var teymt undir börnunum og farið að öllu með gát. „Svo kemur bíll á fleygiferð. Þau eru greinilega eitthvað fyrir honum og hann keyrir alveg á fullu framhjá þeim og heldur bara flautunni inni. Þá náttúrulega fælast hrossin og hlaupa yfir og það þarf svo lítið til að þessi krakkagrey detti af. Þau flugu öll af greyin,“ segir Halla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys verður við þessa götu og segir Halla nauðsynlegt að setja upp hraðahindranir. Hún kveðst orðlaus yfir framkomu ökumannsins og segir börnin hafa orðið fyrir miklu áfalli. Eitt þeirra slasaðist alvarlega, hinn fimm ára gamli Patrekur Trausti Jóhannesson. Móðir hans, Sigurbjörg Magnúsdóttir, var á leiðinni að sækja hann í reiðskólann þegar hún þurfti að víkja fyrir sjúkrabílum. „Svo þegar ég kem á staðinn þá er verið að halda á stráknum mínum inn í sjúkrabíl. Ég sá ekki strax hvort hann væri með meðvitund, heldur sá bara að hann var greinilega illa slasaður. Allir hestarnir höfðu hlaupið í burtu og krakkarnir lágu bara eins og tuskur úti um allt,“ segir Sigurbjörg. Patrekur var mikið kvalinn og átti erfitt með andardrátt. „Svo er hann spurður hvort hann finni fyrir fótunum og hann segir nei. Ég hugsaði bara guð minn góður, þetta getur ekki verið að gerast,“ segir Sigurbjörg. Stuttu seinna fór Patrekur að hreyfa fæturna en hann hlaut slæma áverka, meðal annars tvær rifur á lifrina og innvortis blæðingar. „Hann er með áverka á bakinu, á svæðinu hjá hryggnum, þar sem mænan er. Hann er mikið marinn þar og bara heppinn að hafa ekki lamast eða slasast ennþá meira. Það hefur greinilega verið einhver verndarvængur yfir honum,“ segir Sigurbjörg. Patrekur var fluttur af gjörgæslu á Barnaspítalann í dag og útlit er fyrir að hann nái sér að fullu. Sigurbjörg hvetur ökumenn til að sýna aðgát og vonar að ökuníðingurinn sjái að sér. Hann hefur ekki gefið sig fram.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira