"Hann er heppinn að hafa ekki lamast" Hrund Þórsdóttir skrifar 14. júní 2013 18:02 Fjögur börn, fimm til átta ára gömul, voru á leið til baka úr reiðtúr ásamt leiðbeinendum sínum þegar þau þurftu að fara yfir götu við hesthúsahverfið á Kjóavöllum. Að sögn Höllu Maríu Þórðardóttur, eiganda reiðskólans, var teymt undir börnunum og farið að öllu með gát. „Svo kemur bíll á fleygiferð. Þau eru greinilega eitthvað fyrir honum og hann keyrir alveg á fullu framhjá þeim og heldur bara flautunni inni. Þá náttúrulega fælast hrossin og hlaupa yfir og það þarf svo lítið til að þessi krakkagrey detti af. Þau flugu öll af greyin,“ segir Halla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys verður við þessa götu og segir Halla nauðsynlegt að setja upp hraðahindranir. Hún kveðst orðlaus yfir framkomu ökumannsins og segir börnin hafa orðið fyrir miklu áfalli. Eitt þeirra slasaðist alvarlega, hinn fimm ára gamli Patrekur Trausti Jóhannesson. Móðir hans, Sigurbjörg Magnúsdóttir, var á leiðinni að sækja hann í reiðskólann þegar hún þurfti að víkja fyrir sjúkrabílum. „Svo þegar ég kem á staðinn þá er verið að halda á stráknum mínum inn í sjúkrabíl. Ég sá ekki strax hvort hann væri með meðvitund, heldur sá bara að hann var greinilega illa slasaður. Allir hestarnir höfðu hlaupið í burtu og krakkarnir lágu bara eins og tuskur úti um allt,“ segir Sigurbjörg. Patrekur var mikið kvalinn og átti erfitt með andardrátt. „Svo er hann spurður hvort hann finni fyrir fótunum og hann segir nei. Ég hugsaði bara guð minn góður, þetta getur ekki verið að gerast,“ segir Sigurbjörg. Stuttu seinna fór Patrekur að hreyfa fæturna en hann hlaut slæma áverka, meðal annars tvær rifur á lifrina og innvortis blæðingar. „Hann er með áverka á bakinu, á svæðinu hjá hryggnum, þar sem mænan er. Hann er mikið marinn þar og bara heppinn að hafa ekki lamast eða slasast ennþá meira. Það hefur greinilega verið einhver verndarvængur yfir honum,“ segir Sigurbjörg. Patrekur var fluttur af gjörgæslu á Barnaspítalann í dag og útlit er fyrir að hann nái sér að fullu. Sigurbjörg hvetur ökumenn til að sýna aðgát og vonar að ökuníðingurinn sjái að sér. Hann hefur ekki gefið sig fram. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Fjögur börn, fimm til átta ára gömul, voru á leið til baka úr reiðtúr ásamt leiðbeinendum sínum þegar þau þurftu að fara yfir götu við hesthúsahverfið á Kjóavöllum. Að sögn Höllu Maríu Þórðardóttur, eiganda reiðskólans, var teymt undir börnunum og farið að öllu með gát. „Svo kemur bíll á fleygiferð. Þau eru greinilega eitthvað fyrir honum og hann keyrir alveg á fullu framhjá þeim og heldur bara flautunni inni. Þá náttúrulega fælast hrossin og hlaupa yfir og það þarf svo lítið til að þessi krakkagrey detti af. Þau flugu öll af greyin,“ segir Halla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys verður við þessa götu og segir Halla nauðsynlegt að setja upp hraðahindranir. Hún kveðst orðlaus yfir framkomu ökumannsins og segir börnin hafa orðið fyrir miklu áfalli. Eitt þeirra slasaðist alvarlega, hinn fimm ára gamli Patrekur Trausti Jóhannesson. Móðir hans, Sigurbjörg Magnúsdóttir, var á leiðinni að sækja hann í reiðskólann þegar hún þurfti að víkja fyrir sjúkrabílum. „Svo þegar ég kem á staðinn þá er verið að halda á stráknum mínum inn í sjúkrabíl. Ég sá ekki strax hvort hann væri með meðvitund, heldur sá bara að hann var greinilega illa slasaður. Allir hestarnir höfðu hlaupið í burtu og krakkarnir lágu bara eins og tuskur úti um allt,“ segir Sigurbjörg. Patrekur var mikið kvalinn og átti erfitt með andardrátt. „Svo er hann spurður hvort hann finni fyrir fótunum og hann segir nei. Ég hugsaði bara guð minn góður, þetta getur ekki verið að gerast,“ segir Sigurbjörg. Stuttu seinna fór Patrekur að hreyfa fæturna en hann hlaut slæma áverka, meðal annars tvær rifur á lifrina og innvortis blæðingar. „Hann er með áverka á bakinu, á svæðinu hjá hryggnum, þar sem mænan er. Hann er mikið marinn þar og bara heppinn að hafa ekki lamast eða slasast ennþá meira. Það hefur greinilega verið einhver verndarvængur yfir honum,“ segir Sigurbjörg. Patrekur var fluttur af gjörgæslu á Barnaspítalann í dag og útlit er fyrir að hann nái sér að fullu. Sigurbjörg hvetur ökumenn til að sýna aðgát og vonar að ökuníðingurinn sjái að sér. Hann hefur ekki gefið sig fram.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira