Enski boltinn

Bale vill gera fagnið sitt að vörumerki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Knattsyprnumaðurinn Gareth Bale hefur sótt um einkaleyfi fyrir vörumerki sem byggir á því hvernig hann fagnar mörkunum sínum.

Bale fagnar með því að búa til hjartalaga tákn með höndunum sínum. Vörkumerkið kallast „Eleven of Hearts“ og er hjartalega tákn með númerið ellefu skrifað inn í það, en það er númer Bale hjá Tottenham.

Einkaleyfastofan í Bretlandi hefur ekki samþykkt umsókn Bale enn en ætlun Bale er að nota merkið á fatnaði, skóm, höfuðfötum og skartgripum.

Bale hefur áður sagt að umrætt „fagn“ sé tileinkað kærustu hans, Emmu, en þau eignuðust dóttur á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×