Fótbolti

Blikar eiga að spila sexí fótbolta | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
„Óli K er sexí þjálfari og ég vill að hann sé með sexí fótbolta,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, eftir 1-0 sigur Breiðabliks á Fylki á sunnudag.

Þá sagði Tómas Ingi að Andri Rafn Yeoman væri vanmetnasti leikmaður deildarinnar og þeir félagar ræddu einnig um sigurmark Blika í leiknum.

Það var á endanum skráð sem sjálfsmark Sverris Garðarssonar en skiptar skoðanir voru um það. Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá myndbrotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×