Enski boltinn

Sofnaði í læknisskoðun hjá Aston Villa

Jores Okore hélt sér vakandi er hann fór í myndatöku í nýja búningnum.
Jores Okore hélt sér vakandi er hann fór í myndatöku í nýja búningnum.
Aston Villa er búið að festa kaup á danska landsliðsmanninum Jores Okore en hann var keyptur á 4 milljónir punda frá Nordsjælland.

Okore var greinilega ekkert að missa sig af æsingi er hann fór í læknisskoðun hjá félaginu því hann sofnaði í heilan klukkutíma.

Fjöldi manna fylgdist með læknisskoðuninni og þar á meðal kvikmyndatökumenn. Allur þessi fjöldi dugði ekki til að halda Okore vakandi.

"Ég þurfti að fara í röntenmyndatöku og vonaðist eftir því að það tæki fljótt af. Það reyndist heldur betur ekki vera raunin," sagði Okore.

"Ég lagðist inn í tækið og var þar í tvo tíma. Ég ligg þar að hlusta á útvarpið og hugsa um hvernig líf mitt verði í Birmingham.

"Eftir hálftíma sofnaði ég og vaknaði ekki fyrr en klukkutíma síðar. Þá hugsaði ég bara djöfull tekur þetta langan tíma. Allt fór þó vel að lokum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×