Lífið

Gerir upp framhjáhaldið

Nýjasta plata kántrísöngkonunnar LeAnn Rimes, Spitfire, kemur út 4. júní og segir LeAnn hana á mjög persónulegum nótum.

LeAnn og núverandi eiginmaður hennar Eddie Cibrian byrjuðu saman árið 2009 á meðan þau voru bæði enn gift öðru fólki. LeAnn var þá gift Dean Sheremet en Eddie kvæntur Brandi Glanville.

Eddie og LeAnn fundu ástina í örmum hvors annars.

“Ég tók mjög vondar ákvarðanir og olli sársauka. Ég hef fullorðnast mikið á síðustu árum. Ég hélt að líf mitt væri í rúst en nú er allt gott,” segir LeAnn er hún fer yfir fortíðina.

LeAnn særði Dean.

Meðal laga á nýju plötunni eru What Have I Done þar sem hún syngur afsökunarbeiðni til Dean, Borrowed þar sem LeAnn lýsir sinni upplifun af því að vera viðhald og Just a Girl Like You þar sem hún biður Brandi afsökunar.

Eddie særði Brandi.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.