Innlent

Funda með stjórnarandstöðunni vegna sumarþings

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins munu funda með formönnum þingflokka stjórnarandstöðunnar í hádeginu þar sem farið verður yfir dagskrá Alþingis á sumarþingi sem hefst á fimmtudag.

Stjórnarandstaðan hefur reyndar gagnrýnt að hafi frétt það í gegnum útsendingu á matseðil Alþingis, að þing komi saman á fimmtudag, en ekki frá leiðtogum stjórnarflokkanna. Reiknað er með að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fundi með formönnum stjórnarflokkanna síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×