Innlent

Mótherjar á barmi heimsfrægðar

Ólöf Skaftadóttir skrifar
FC Ógn á góðgerðarleiknum í fyrra
FC Ógn á góðgerðarleiknum í fyrra MYND/ÚR SAFNI

Áhugamannaknattspyrnufélagið FC Ógn spilar sinn árlega góðgerðarleik þann 19. júní næstkomandi en að þessu sinni rennur allur ágóði af leiknum til Ágústu Amalíu Sigurbjörnsdóttur, kennara, en hún glímir við krabbamein.



Samkvæmt Rakel Garðarsdóttur, fyrirliða FC-Ógnar, eru flestir mótherjarnir á barmi heimsfrægðar. „Þetta eru heimsfrægir söngvarar sem keppa á móti okkur. En við kvíðum engu, því við erum svo duglegar að æfa okkur. Ég hugsa að þau myndu vinna okkur í karíókí-keppni, en þetta er fótboltaleikur og FC Ógn gefur hvergi eftir,“ sagði Rakel, hvergi bangin.



Þeir sem koma til með að keppa á móti FC Ógn að þessu sinni eru meðal annars Sigríður Beinteinsdóttir, Þórunn Antonía, Ragnhildur Gísladóttir, Elín Ey, Eyvi Kristjáns, Jón Ólafsson, Garðar Cortes, Gréta Salóme, Örvar Þóreyjarson Smárason kenndur við Múm, Hreimur Örn Heimisson, Sindri Már Sigfússon úr Seabear, og fleiri.

Leikurinn verður spilaður á KR-velli þann 19. júní næstkomandi klukkan átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×