Hemmi Gunn látinn 4. júní 2013 20:22 mynd/stefán karlsson Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, er látinn, 66 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á Taílandi í dag þar sem hann var staddur í fríi. Hermann, sem flestir landsmenn þekkja sem Hemma Gunn, fæddist í Reykjavík 9. desember 1946 og foreldrar hans voru Björg Sigríður Hermannsdóttir og Gunnar Gíslason. Hemmi var einn atkvæðamesti íþróttamaður Íslands á árum áður. Hann var einn fremsti knattspyrnumaður landsins á sjöunda áratugnum og spilaði með Val á blómaskeiði félagsins. Hemmi þótti einnig nokkuð liðtækur í handbolta og lék nokkra landsleiki í íþróttinni. Hann átti meðal annars markametið yfir flest mörk skoruð í landsleik í mörg ár. Tónlist var Hermanni hugleikin og var hann meðlimur Sumargleðinnar sem skemmti landsmönnum um langt skeið. Hann söng inn á hljómplötur, og sólóplata hans, Frískur og fjörugur, er í uppáhaldi hjá mörgum. Að knattspyrnuferlinum loknum hóf hann störf sem íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu. Á níunda áratugnum hóf hann að stjórna sínum eigin sjónvarpsþætti hjá RÚV, Á tali hjá Hemma Gunn, og náði þátturinn miklum vinsældum. Einkennisorð Hemma í þættinum voru: „Verið hress, ekkert stress, bless bless.“ Þá starfaði hann um árabil hjá 365, bæði við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Hermann lét af störfum hjá fyrirtækinu í lok apríl og hugðist leggja lokahönd á sjálfsævisögu sína, Lífshlaup Hemma. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, er látinn, 66 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á Taílandi í dag þar sem hann var staddur í fríi. Hermann, sem flestir landsmenn þekkja sem Hemma Gunn, fæddist í Reykjavík 9. desember 1946 og foreldrar hans voru Björg Sigríður Hermannsdóttir og Gunnar Gíslason. Hemmi var einn atkvæðamesti íþróttamaður Íslands á árum áður. Hann var einn fremsti knattspyrnumaður landsins á sjöunda áratugnum og spilaði með Val á blómaskeiði félagsins. Hemmi þótti einnig nokkuð liðtækur í handbolta og lék nokkra landsleiki í íþróttinni. Hann átti meðal annars markametið yfir flest mörk skoruð í landsleik í mörg ár. Tónlist var Hermanni hugleikin og var hann meðlimur Sumargleðinnar sem skemmti landsmönnum um langt skeið. Hann söng inn á hljómplötur, og sólóplata hans, Frískur og fjörugur, er í uppáhaldi hjá mörgum. Að knattspyrnuferlinum loknum hóf hann störf sem íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu. Á níunda áratugnum hóf hann að stjórna sínum eigin sjónvarpsþætti hjá RÚV, Á tali hjá Hemma Gunn, og náði þátturinn miklum vinsældum. Einkennisorð Hemma í þættinum voru: „Verið hress, ekkert stress, bless bless.“ Þá starfaði hann um árabil hjá 365, bæði við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Hermann lét af störfum hjá fyrirtækinu í lok apríl og hugðist leggja lokahönd á sjálfsævisögu sína, Lífshlaup Hemma.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira