Innlent

Strandveiðibátar halda úr höfn

Búast má við fjöri á miðunum en um fimm hundruð strandveiðibátar fóru til veiða í morgunsárið.
Búast má við fjöri á miðunum en um fimm hundruð strandveiðibátar fóru til veiða í morgunsárið.

Um fimm hundruð strandveiðibátar voru farnir til veiða nú í morgunsárið en ófært hefur verið á mið strandveiðibáta að undanförnu vegna brælu.

Að sögn vaktstjóra hjá Landhelgisgæslunni eru þetta bátar um allt land enda eru öll veiðisvæði strandveiðibáta opin um þessar mundir. Ágætisveður er víðast hvar við landið í dag og má því búast við fjöri á miðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×