Innlent

Smábátar í stórum stíl á miðin

Um sjö hundruð strandveiðibátar eru nú á miðum við veiðar.
Um sjö hundruð strandveiðibátar eru nú á miðum við veiðar.

Rétt um sjö hundruð smábátar voru farnir til strandveiða um klukkan hálf sjö í morgun.

Telur vaktmaður hjá landhelgisgæslunni að fjöldi báta á veiðum í dag fari vel yfir sjöunda hundraðið. Þetta eru mun fleiri bátar en á sama tíma í gær þegar um 500 bátar voru komnir til veiða á þessum tíma. En í dag er betra veður á mörgum fiskislóðum en í gær og öll veiðisvæði strandveiðibáta eru opin, enda veiðitímabilið rétt að byrja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×