Vatnajökull undir nánara eftirliti en áður Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júní 2013 18:30 Hægt verður að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður eftir að tveimur nýjum jarðskjálftamælum var komið þar fyrir í vikunni. Nýtt lón sem myndaðist eftir Grímsvatnagosið fyrir tveimur árum vakti athygli leiðangursmanna á jöklinum. Hópur vísindamanna og sjálfboðliða lagði leið sína að Grímsvötnum í vikunni þegar Jöklarannsóknarfélag Íslands fór í árlega vorferð sína. Með í för var Ómar Ragnarsson sjónvars- og kvikmyndagerðarmaður sem tók þessar myndir sem hér sjást. Ómar vinnur að gerð heimildamyndar um Grímsvötn en hann hefur tekið myndir af öllum Grímsvatnagosum frá árinu 1983. Ferðalangarnir komu sér fyrst fyrir í skála á Grímsfjalli sem er í rúmlega 1700 metra hæð. Síðan var farið á snjóbílum og vélsleðum að Grímsvötnum. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að setja upp tvo nýja jarðskjálftamæla á jökulsker á Vatnajökli en Veðurstofan setti mælana upp. Alls eru nú fjórir mælar á jöklinum. „Það er verið að setja út nýja skjálftamæla og síritandi GPS tæki á jökulsker til þess að fylgjast betur með eldfjöllunum hérna í jöklinum Grímsvötnum, Öræfajökli og Bárðarbungu og það hefur gengið bara nokkuð vel,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Með mælunum verður hægt að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður. Þá verður hægt að fylgjast nánar með aðdraganda eldgosa og jafnvel hægt að segja fyrr til um væntanleg gos. Mælarnir auðvelda líka eftirlit með jökulhlaupum. Í Grímsvatnargosinu fyrir tveimur árum myndaðist stór ketill sem stækkað hefur töluvert frá því vísindamenn voru þar síðasta á ferðinni fyrir um ári. Vatn hefur safnast þar fyrir og er þar nú stórt lón sem er einn og hálfur kílómetri að lengd. Lónið er einstakt en þar blandast saman vatn, ís og aska sem lítur út eins og kaffikorgur á hvítum ísnum. Hitastig lónsins er að mestu rétt um frostmark eða ein til tvær gráður. Á ákveðnu svæði nær þó hitinn 50 gráðum. Ísleifur Friðriksson einn leiðangursmanna er mikill sundáhugamaður og fékk hann sér smá sprett í lóninu. Hann lét vel af þrátt fyrir kuldann. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Hægt verður að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður eftir að tveimur nýjum jarðskjálftamælum var komið þar fyrir í vikunni. Nýtt lón sem myndaðist eftir Grímsvatnagosið fyrir tveimur árum vakti athygli leiðangursmanna á jöklinum. Hópur vísindamanna og sjálfboðliða lagði leið sína að Grímsvötnum í vikunni þegar Jöklarannsóknarfélag Íslands fór í árlega vorferð sína. Með í för var Ómar Ragnarsson sjónvars- og kvikmyndagerðarmaður sem tók þessar myndir sem hér sjást. Ómar vinnur að gerð heimildamyndar um Grímsvötn en hann hefur tekið myndir af öllum Grímsvatnagosum frá árinu 1983. Ferðalangarnir komu sér fyrst fyrir í skála á Grímsfjalli sem er í rúmlega 1700 metra hæð. Síðan var farið á snjóbílum og vélsleðum að Grímsvötnum. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að setja upp tvo nýja jarðskjálftamæla á jökulsker á Vatnajökli en Veðurstofan setti mælana upp. Alls eru nú fjórir mælar á jöklinum. „Það er verið að setja út nýja skjálftamæla og síritandi GPS tæki á jökulsker til þess að fylgjast betur með eldfjöllunum hérna í jöklinum Grímsvötnum, Öræfajökli og Bárðarbungu og það hefur gengið bara nokkuð vel,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Með mælunum verður hægt að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður. Þá verður hægt að fylgjast nánar með aðdraganda eldgosa og jafnvel hægt að segja fyrr til um væntanleg gos. Mælarnir auðvelda líka eftirlit með jökulhlaupum. Í Grímsvatnargosinu fyrir tveimur árum myndaðist stór ketill sem stækkað hefur töluvert frá því vísindamenn voru þar síðasta á ferðinni fyrir um ári. Vatn hefur safnast þar fyrir og er þar nú stórt lón sem er einn og hálfur kílómetri að lengd. Lónið er einstakt en þar blandast saman vatn, ís og aska sem lítur út eins og kaffikorgur á hvítum ísnum. Hitastig lónsins er að mestu rétt um frostmark eða ein til tvær gráður. Á ákveðnu svæði nær þó hitinn 50 gráðum. Ísleifur Friðriksson einn leiðangursmanna er mikill sundáhugamaður og fékk hann sér smá sprett í lóninu. Hann lét vel af þrátt fyrir kuldann.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira