Lífið

Tilfinningþrungið partí í Hörpu

Ellý Ármanns skrifar

Meðfylgjandi myndir tók Ása Ottesen í Hörpunni á dögunum þegar Vala Gestsdóttir sýndi lokaprófsverkefni sitt í meistaranámi í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi frá LHÍ sem bar heitið „Heimur Hvelanna". 

Um var að ræða tilfinningaþrungið tónverk sem er innblásið af ljóði Þórunnar Erlu Valdimarsdóttur sem nefnsti „Söngur Hvelanna".

Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir var listrænn stjórnandi en búningurinn sem leikkonan Elma Stefanía klæddist sem myndar einnig sviðsmyndina er óður til jarðarinnar og náði Elma að hrífa áhorfendur með sannfærandi leikrænni tjáningu.  Fríða María sá um förðun og í sameiningu náðu þær að fanga fallega stund sem vakti mikla hrifningu viðstaddra.

Smelltu á efstu mynd í grein til að skoða allt albúmið.

Elma Stefanía var rosaleg.
Allir í góðu skapi enda dásamlegt útskriftarverkefni.
Spennan var í hámarki.
Gestir voru glaðir.
Flottar konur á flottum viðburði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.