Lífið

Beyoncé brjáluð

Mynd/AFP

Söngdívan Beyoncé Knowles Carter hefur skipað forsvarsmönnum H&M að fjarlægja bikini-myndir af sér sem fatakeðjan notaði í nýjustu auglýsingaherferð sinni. Ástæðan er sú að átt hafði verið við myndirnar í myndvinnsluforritinu Photoshop og líkamslínur hennar lagaðar.

„Þegar Beyoncé komst að því að fyrirtækið hafði breytt myndunum af henni varð hún brjáluð enda hafði hún samþykkt að sitja fyrir gegn því skilyrði að myndunum yrði ekki breytt. H&M þarf því að nota upprunalegu myndirnar af henni,“ er haft eftir vini hennar.

Verslunarkeðjan og söngdívan komust þó að niðurstöðu að lokum og allir eru nú sáttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.