Lífið

Simpsons skemmtigarður væntanlegur

Universal Studios í Orlando mun opna Simpsons skemmtigarð í sumar.  Garðurinn ber að sjálfsögðu nafnið Springfield, en þar getur fólk heimsótt Duff bruggsmiðjuna, smellt sér í Kwik-E Mart og fengið sér einn kaldan á Moe‘s.  Þá geta aðdáendur látið drauminn um að gæða sér á Lard Lad kleinuhringjum og Krusty hamborgurum rætast.



Garðurinn verður í svipuðum dúr og Disneyland þar sem gestir geta átt von á að rekast á persónur úr teiknimyndaþáttaröðinni sívinsælu á röltinu. „Í fyrsta sinn mun heimur sem við höfum hingað til aðeins séð í sjónvarpi verða að veruleika fyrir aðdáendur,“ sagði framkvæmdarstjóri Universal í viðtali.



Hér að ofan er hægt að sjá myndskeið sem sýnir skipulag skemmtigarðsins á skemmtilegan hátt. Sjón er sögu ríkari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.