Lífið

Fassbender á föstu með Ólympíufara

Michael Fassbender er kominn með nýja kærustu.
Michael Fassbender er kominn með nýja kærustu. Nordicphotos/getty

Írski hjartaknúsarinn Michael Fassbender er kominn með nýja dömu upp á arminn, en sú heitir Louise Hazel og keppti í sjöþraut fyrir hönd Bretlands á síðustu Ólympíuleikum.

Til parsins sást í síðustu viku er þau snæddu með Bradley Cooper á veitingastaðnum Wolseley við Piccadilly.

„Þau eru saman. Þau hafa átt í fjarsambandi á meðan Michael er við tökur á X-Men: Days of Future Past í Montreal. Hann flýgur reglulega til London til að hitta hana,“ hafði Us Weekly eftir heimildarmanni sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.