Innlent

Ráðist á mann með hnífi í dagsetri Hjálpræðishersins

Mynd úr safni

Ráðist var á karlmann með hnífi um klukkan ellefu í morgun í dagsetri Hjálpræðishersins við Eyjarslóð í Reykjavík. Maðurinn var fluttur á slysadeild og var með meðvitund. RÚV greinir frá þessu.

Rannsókn lögreglu er sögð stutt á veg kominn en einn maður var handtekinn á staðnum. Hann verður yfirheyrður síðar í dag.

Nánari upplýsingar um líðan mannsins liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×