Innlent

Illugi og Eygló ráðherraefni

Jakob Bjarnar skrifar
Eygló Harðardóttir hefur verið nefnd sem hugsanlegur utanríkisráðherra í nýrri stjórn.
Eygló Harðardóttir hefur verið nefnd sem hugsanlegur utanríkisráðherra í nýrri stjórn.

Fundur flokkráðs Sjálfstæðismanna verður í Valhöll í kvöld. Um 400 manns sitja í ráðinu og verða þeir að samþykkja hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf.

Miðstjórn Framsóknarflokksins kemur saman í Rúgbrauðsgerðinni á sama tíma. Samkvæmt óstaðfestum heimildum fréttastofu hafa þau Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokki og Eygló Harðardóttir Framsókn verið nefnd sem hugsanleg ráðherraefni; Illugi sem menntamálaráðherra og Eygló sem utanríkisráðherra.

Eins og áður hefur komið fram er talið að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×