Hart deilt um vegaframkvæmdir við Gálgahraun Hjörtur Hjartarson skrifar 21. maí 2013 19:12 Gagnrýnendur færslu Álftanesvegar um Gálgahraun segja að ekki hafi verið farið að tilmælum innanríkisráðherra sem vildi að forsendur framkvæmdarinnar yrðu endurskoðaðar. Bæjarstjórn Garðabæjar og Vegagerðin telja ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun um verkframkvæmdir við veginn. Að öllu óbreyttu hefjast framkvæmdir í lok mánaðarins. Lengi hefur verið deilt um færslu Álftanesvegar um Gálgahraun. Innanríkisráðherra skrifaði í síðasta mánuði, Vegagerðinni og Garðabæ bréf þar sam óskað var eftir því að forsendur nýs Álftanesvegar yrðu kannaðir á ný og leitað yrði leiða til að framkvæmdirnar yrðu gerðar í meiri sátt við málsvara náttúruverndar. Endurskoðun framkvæmdaraðila er nú lokið og segir í greinargerð að ekki sé ástæða til að breyta fyrri ákvörðunum um færslu Álftanesvegar. Greinagerðin var samþykkt í bæjarráði Garðarbæjar í dag, en fulltrúi Lista fólksins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. „Umhverfismatið er gilt og framkvæmdarleyfið er gilt og það er búið að kæra þetta meira og minna en alltaf er niðurstaðan þessi að rétt hafi verið staðið að öllum hlutum,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar Hraunavinir, samtök sem mótmælt hafa framkvæmdunum lengi, segja greinargerð Garðabæjar og Vegagerðarinnar illa unna. „Við segjum, það er hægt að leggja nýjan Álftanesveg í núverandi vegstæði með hringtorgum og umferðastýrðum ljósum fyrir þá upphæð sem búið er að veita til verksins. Þá er búið að bjarga hrauninu, umferðaröryggi er tryggt og það er það sem sem við öll stefnum að,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, stjórnarmaður í Hraunavinum. Gunnsteinn segir fyrir liggi að Gálgahraun sé friðað svæði en Garðabær og Vegagerðin forðist að vinna málið út frá þeim forsendum. „Gálgahraun er á náttúruminjaskrá, það aðalatriðið sem við erum alltaf að benda á. Og þetta orð „Náttúruminjar“ kemur ekki fyrir í greinagerðinni því um leið og þeir setja fram þetta orð, þessa staðreynd að hraunið er á náttúruminjaskrá og er eldhraun sem nýtur sérstakrar verndar, þá hrynur öll rökfærsla fyrir veginum eins og spilaborg,“ segir Gunnsteinn. Þessu er bæjastjórinn ekki sammála. „Þessi veglagning hefur farið í gegnum umhverfismat og skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við það að vegurinn liggi þarna. Þannig að við erum að taka fullt tillit til þeirra náttúruminja og menningarminja sem eru þarna í hrauninu,“ segir Gunnar. Þegar Gunnsteinn er spurður hvort baráttan sé töpuð svarar hann: „Nei. Ráðherra á að segja við Vegagerðina og Garðabæ að gjöra svo vel að gera það sem hann bað þá um að gera, það er að segja að koma til móts við sjónarmið umhverfissinna.“ Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Gagnrýnendur færslu Álftanesvegar um Gálgahraun segja að ekki hafi verið farið að tilmælum innanríkisráðherra sem vildi að forsendur framkvæmdarinnar yrðu endurskoðaðar. Bæjarstjórn Garðabæjar og Vegagerðin telja ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun um verkframkvæmdir við veginn. Að öllu óbreyttu hefjast framkvæmdir í lok mánaðarins. Lengi hefur verið deilt um færslu Álftanesvegar um Gálgahraun. Innanríkisráðherra skrifaði í síðasta mánuði, Vegagerðinni og Garðabæ bréf þar sam óskað var eftir því að forsendur nýs Álftanesvegar yrðu kannaðir á ný og leitað yrði leiða til að framkvæmdirnar yrðu gerðar í meiri sátt við málsvara náttúruverndar. Endurskoðun framkvæmdaraðila er nú lokið og segir í greinargerð að ekki sé ástæða til að breyta fyrri ákvörðunum um færslu Álftanesvegar. Greinagerðin var samþykkt í bæjarráði Garðarbæjar í dag, en fulltrúi Lista fólksins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. „Umhverfismatið er gilt og framkvæmdarleyfið er gilt og það er búið að kæra þetta meira og minna en alltaf er niðurstaðan þessi að rétt hafi verið staðið að öllum hlutum,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar Hraunavinir, samtök sem mótmælt hafa framkvæmdunum lengi, segja greinargerð Garðabæjar og Vegagerðarinnar illa unna. „Við segjum, það er hægt að leggja nýjan Álftanesveg í núverandi vegstæði með hringtorgum og umferðastýrðum ljósum fyrir þá upphæð sem búið er að veita til verksins. Þá er búið að bjarga hrauninu, umferðaröryggi er tryggt og það er það sem sem við öll stefnum að,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, stjórnarmaður í Hraunavinum. Gunnsteinn segir fyrir liggi að Gálgahraun sé friðað svæði en Garðabær og Vegagerðin forðist að vinna málið út frá þeim forsendum. „Gálgahraun er á náttúruminjaskrá, það aðalatriðið sem við erum alltaf að benda á. Og þetta orð „Náttúruminjar“ kemur ekki fyrir í greinagerðinni því um leið og þeir setja fram þetta orð, þessa staðreynd að hraunið er á náttúruminjaskrá og er eldhraun sem nýtur sérstakrar verndar, þá hrynur öll rökfærsla fyrir veginum eins og spilaborg,“ segir Gunnsteinn. Þessu er bæjastjórinn ekki sammála. „Þessi veglagning hefur farið í gegnum umhverfismat og skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við það að vegurinn liggi þarna. Þannig að við erum að taka fullt tillit til þeirra náttúruminja og menningarminja sem eru þarna í hrauninu,“ segir Gunnar. Þegar Gunnsteinn er spurður hvort baráttan sé töpuð svarar hann: „Nei. Ráðherra á að segja við Vegagerðina og Garðabæ að gjöra svo vel að gera það sem hann bað þá um að gera, það er að segja að koma til móts við sjónarmið umhverfissinna.“
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira