Innlent

Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem stendur yfir núna.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem stendur yfir núna. Mynd /Stefán Karlsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður forsætisráðherra en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn munu fá fimm ráðuneyti hvor. Það kom fram í samtali við Sigmund Davíð en hann sagði ennfremur að til stæði að skipta ráðuneytum upp og sameina önnur, án þess að fara nánar út í það.

Framsóknarflokkurinn fær forsætisráðuneytið, félagsmálaráðuneyti, utanríkisráðuneyti og ráðuneytið sem undir heyra sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfismál.

Sjálfstæðisflokkurinn mun fá fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. Bjarni mun þá væntanlega verða fjármálaráðherra. Bjarni sagðist sáttur við verkskiptingu flokkanna.

Áfram verður haldið áfram með stjórnarskrármálið og það sem þegar hefur verið unnið verði notað sem vinnuplagg, en þingið vinnur áfram að málinu. Þá verður forseti Alþingis úr Sjálfstæðisflokknum.

Stjórnarsamstarfið var samþykkt í Valhöll með lófaklappi. Eins samþykkti Framsóknarflokkurinn samstarfið á fundi miðstjórnar sem lauk fyrir stundu.

Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa svo boðið til blaðamannafundar í Héraðsskólanum á Laugarvatni klukkan 11:15 á morgun. Á fundinum munu formennirnir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, undirrita stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins auk þess sem efni hennar verður kynnt þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×