Innlent

Framsóknarflokkurinn byrjar með fjóra ráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Framsóknarflokkurinn mun byrja með fjóra ráðherra samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn verður hinsvegar með fimm ráðherra.

Engu að síður skiptast ráðuneytin jafnt niður á flokkana, það er að segja hvor flokkurinn verður með fimm ráðuneyti. Til að byrja með verður umhverfisráðuneytið hinsvegar sameinað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Til stendur þó að kljúfa það aftur frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þegar líður á kjörtímabilið og fær þá Framsóknarflokkurinn fimmta ráðherrann.

Ráðuneytin sem Framsóknarflokkurinn fær eru forsætisráðuneytið, utanríkisráðuneytið, sjávar- og landbúnaðarráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og svo umhverfisráðuneytið.

Sjálfstæðisflokkurinn mun fara með fjármálaráðuneytið, menntamálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið. Svo mun flokkurinn skipa heilbrigðisráðherra í velferðarráðuneytið og iðnaðar- og viðskiptaráðherra í atvinnuvegaráðuneytið.

Stjórnarsáttmálinn verður kynntur á Laugarvatni á morgun en ráðherraskipan verður ljós annað kvöld þegar þingflokkar Framsóknar og Sjálfstæðismanna verður haldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×