Innlent

Vélarbilun út af Skrúði

Lóðsbátur.
Lóðsbátur.

Lóðsbáturinn frá Reyðarfirði er nú að draga 30 tonna línubát með nokkurra manna áhöfn til hafnar, eftir að vélin bilaði í bátnum þegar hann var út af Skrúð í nótt.

Þokkalegt veður er á svæðinu og engin hætta á ferðum. Þá dró björgunarskip frá Grindavík þriggja tonna línubát til lands, eftir vélarbilun i honum suðvestur af Sandgerði í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×