Krónan framtíðargjaldmiðill Íslendinga Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. maí 2013 11:17 „Krónan verður gjaldmiðill Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð," segir í stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn flokkanna, eru að kynna að Laugarvatni. Þar segir jafnframt að renna þurfi styrkari stoðum undir peningastefnuna með traustri hagstjórn sem taki mið af aðstæðum og hagsveiflum. Þá segir að ábyrg efnahagsstjórn sé forsenda velferðar, öflugs heilbrigðis- og menntakerfis, löggæslu og annarrar grunnþjónustu. Agi og jafnvægi í ríkisfjármálum gegni lykilhlutverki við að tryggja stöðugleika, lægri vexti og litla verðbólgu. Ætla að taka á skuldavanda þjóðarinnarÍ stjórnarsáttmálanum segir að ríkisstjórnin muni með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem sé til kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. „Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007-2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður að ræða almenna aðgerð óháð lántökutíma með áherslu á jafnræði. Beita má fjárhæðartakmörkum vegna hæstu lána og setja önnur skilyrði til að tryggja jafnræði í framkvæmd og skilvirkni úrræða," segir í stjórnarsáttmálanum. Þá segir að rétt sé að nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndist samhliða uppgjöri þrotabúanna, til að koma til móts við lántakendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín, „rétt eins og neyðarlögin tryggðu að eignir þrotabúanna nýttust til að verja peningalegar eignir og endurreisa innlenda bankastarfsemi," segir í stjórnarsáttmálanum. Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná markmiðum sínum.Dregið úr vægi verðtryggingarinnar Þá segir að æskilegt sé að nýta það tækifæri sem gefst samhliða skuldaleiðréttingu til að breyta sem flestum verðtryggðum lánum í óverðtryggð. Lækkun höfuðstóls nýtist þá til að koma í veg fyrir að mánaðarleg greiðslubyrði aukist verulega, jafnvel þótt lán verði greidd hraðar niður. Sérfræðinefnd um afnám verðtryggingar af neytendalánum og endurskipulagningu húsnæðislánamarkaðarins verður skipuð á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Áætlað er að hún muni skila af sér fyrir næstu áramót.Unnið að afnámi fjármagnshafta Í stjórnarsáttmálanum segir að eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar verði að vinna að afnámi fjármagnshafta en gjaldeyrishöftin bjagi eignaverð og dragi úr samkeppnishæfi þjóðarinnar. „Greina þarf efnahagsstöðu íslenska þjóðarbúsins og útfæra áætlun um afnám hafta með hliðsjón af mikilvægi gjaldeyrisjöfnuðar fyrir land og þjóð. Sérstaklega þarf að tryggja trausta umgjörð um gjaldeyrismarkaðinn til framtíðar og sjá til þess að skuldaskil fallinna fjármálafyrirtækja ógni ekki efnahagslegum stöðugleika," segir í stjórnarsáttmálanum.Áfram byggt á aflamarkskerfinu Í kafla um sjávarútvegsmál segir að byggt verði á aflamarkskerfi og lög um veiðigjald verði endurskoðuð. Almennt gjald skuli endurspegla afkomu útgerðarinnar í heild en sérstakt gjald taka sem mest mið af afkomu einstakra fyrirtækja.Hér er hægt að lesa stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í heild sinni. Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
„Krónan verður gjaldmiðill Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð," segir í stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn flokkanna, eru að kynna að Laugarvatni. Þar segir jafnframt að renna þurfi styrkari stoðum undir peningastefnuna með traustri hagstjórn sem taki mið af aðstæðum og hagsveiflum. Þá segir að ábyrg efnahagsstjórn sé forsenda velferðar, öflugs heilbrigðis- og menntakerfis, löggæslu og annarrar grunnþjónustu. Agi og jafnvægi í ríkisfjármálum gegni lykilhlutverki við að tryggja stöðugleika, lægri vexti og litla verðbólgu. Ætla að taka á skuldavanda þjóðarinnarÍ stjórnarsáttmálanum segir að ríkisstjórnin muni með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem sé til kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. „Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007-2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður að ræða almenna aðgerð óháð lántökutíma með áherslu á jafnræði. Beita má fjárhæðartakmörkum vegna hæstu lána og setja önnur skilyrði til að tryggja jafnræði í framkvæmd og skilvirkni úrræða," segir í stjórnarsáttmálanum. Þá segir að rétt sé að nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndist samhliða uppgjöri þrotabúanna, til að koma til móts við lántakendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín, „rétt eins og neyðarlögin tryggðu að eignir þrotabúanna nýttust til að verja peningalegar eignir og endurreisa innlenda bankastarfsemi," segir í stjórnarsáttmálanum. Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná markmiðum sínum.Dregið úr vægi verðtryggingarinnar Þá segir að æskilegt sé að nýta það tækifæri sem gefst samhliða skuldaleiðréttingu til að breyta sem flestum verðtryggðum lánum í óverðtryggð. Lækkun höfuðstóls nýtist þá til að koma í veg fyrir að mánaðarleg greiðslubyrði aukist verulega, jafnvel þótt lán verði greidd hraðar niður. Sérfræðinefnd um afnám verðtryggingar af neytendalánum og endurskipulagningu húsnæðislánamarkaðarins verður skipuð á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Áætlað er að hún muni skila af sér fyrir næstu áramót.Unnið að afnámi fjármagnshafta Í stjórnarsáttmálanum segir að eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar verði að vinna að afnámi fjármagnshafta en gjaldeyrishöftin bjagi eignaverð og dragi úr samkeppnishæfi þjóðarinnar. „Greina þarf efnahagsstöðu íslenska þjóðarbúsins og útfæra áætlun um afnám hafta með hliðsjón af mikilvægi gjaldeyrisjöfnuðar fyrir land og þjóð. Sérstaklega þarf að tryggja trausta umgjörð um gjaldeyrismarkaðinn til framtíðar og sjá til þess að skuldaskil fallinna fjármálafyrirtækja ógni ekki efnahagslegum stöðugleika," segir í stjórnarsáttmálanum.Áfram byggt á aflamarkskerfinu Í kafla um sjávarútvegsmál segir að byggt verði á aflamarkskerfi og lög um veiðigjald verði endurskoðuð. Almennt gjald skuli endurspegla afkomu útgerðarinnar í heild en sérstakt gjald taka sem mest mið af afkomu einstakra fyrirtækja.Hér er hægt að lesa stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í heild sinni.
Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent