Innlent

Vestmannaeyjabær þarf að borga sex milljónir vegna öskufoks

Boði Logason skrifar
Frá eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973
Frá eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973 MYND/SIGURJÓN EINARSSON FLUGSTJÓRI

Vestmannaeyjabær var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að greiða íbúa í bænum rúmlega þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna uppgraftar á gosminjum eftir eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973.

Deilan snérist um skemmdir á fasteign og tveimur bílum íbúans sem komu í kjölfar foks vegna uppgraftarins árið 2005.

Í matsgerð bæjarins kom fram að vikurfok hafi verið vandamál í Vestmannaeyjum frá eldgosinu árið 1973 og hafi íbúanum mátt vera ljóst að uppgröfturinn hefði í för með sér tjón á eignum íbúa í nágrenninu.

Dómarinn féllst ekki á það, og taldi nægilega sannað að skemmdirnar urðu vegna uppgraftarins.

Vestmannaeyjabær þarf einnig greiða allan málskostnað í málinu, um þrjár milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×