Innlent

Nýir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins spenntir og þakklátir

Kristján Þór Júlíusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi heilbrigðisráðherra sagðist stoltur af því að takast á við þetta ögrandi verkefni sem ráðuneytið er, eftir að þingflokksfundi Sjálfstæðismanna lauk nú í kvöld.

Hann sagðist ennfremur þakklátur traustinu sem honum væri sýnt en tilkynnt var á fundinum hverjir væru nýjir ráðherrar flokksins.

Ragnheiður Elín Árnadóttir verðandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði það hafa komið sér þægilega á óvart að hafa fengið þetta ráðuneyti. Ennfremur vær hún spennt fyrir þeim tækifærum sem í því felast og koma hjólunum í gang á ný.

Þá segir Illugi Gunnarsson, verðandi menntamálaráðherra, að málaflokkurinn sé nokkuð sem hann hafi mikinn áhuga á. Hægt er að horfa á viðtöl við nýja ráðherra Sjálfstæðisflokksins hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×