Innlent

Dansaði upp á spítala

Konan dansaði af slíku offorsi á skemmtistað í Vestmannaeyjum að hún datt niður og skall með höfuðið í gólfið.
Konan dansaði af slíku offorsi á skemmtistað í Vestmannaeyjum að hún datt niður og skall með höfuðið í gólfið.

Stúlka slasaðist nokkuð aðfaranótt laugardags í Vestmannaeyjum þegar hún var að dansa á skemmtistað.

Í dagbók lögreglunnar í Vestmanneyjum kemur fram að stúlkan hafi dansað af svo miklum krafti að hún hafi dottið niður og skollið með höfuðið í gólfið. Stúlkan meiddist nokkuð illa og þurfti að kalla á sjúkrabíl til að flytja hana á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekki er þó talið að stúlkan hafi hlotið alvarleg meiðsl af byltunni.

Ein líkamsárás var svo tilkynnt til lögreglunnar í Vestmannaeyjum sömu helgi. Þá var maður sleginn á skemmtistað í bænum. Sá sem var sleginn hefur ekki kært höggið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×