Innlent

Landhelgisgæslan leigði þyrlur af norska milljarðamæringnum

Jóhannes Stefánsson skrifar
Landhelgisgæslan leigði þyrlurnar af félagi í eigu Ugland.
Landhelgisgæslan leigði þyrlurnar af félagi í eigu Ugland. Mynd/ Vilhelm

Norski milljarðamæringurinn Knut-Axel Ugland, sem er vitni í morðmáli sem tengist Íslendingi í Noregi, leigði Landhelgisgæslunni björgunarþyrlurnar TF-SIF og TF-GNÁ allt til ársins 2008.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru í eigu félagsins Bristow Norway sem hét áður Norsk Helikopter AS, en félag í eigu Ugelands átti 50% eignarhlut í þyrlufélaginu til ársins 2008, allt þar til Ugeland seldi eignarhlut sinn í þyrlufélaginu.

Ugland er aðalvitnið í morðmáli þar sem íslenskur karlmaður er grunaður um að hafa orðið útvarpsmanninum Helge Dahle að bana í Valle í Setedal í Noregi aðfaranótt sunnudags. Ugland er einn ríkasti maður Noregs eftir að hafa erft skipafyrirtæki föður síns og stundað ýmis viðskipti í kjölfar þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×