Innlent

Vitni í morðmálinu: "Við höfðum það notalegt allt kvöldið"

Kristján Hjálmarsson skrifar
Knut-Axel Ugland er aðalvitnið í morðmálinu í Noregi. Hann er einn af ríkustu mönnum landsins. Hann erfði skipafyrirtæki föður síns og hefur hagnast gríðarlega síðustu ár.
Knut-Axel Ugland er aðalvitnið í morðmálinu í Noregi. Hann er einn af ríkustu mönnum landsins. Hann erfði skipafyrirtæki föður síns og hefur hagnast gríðarlega síðustu ár.

Milljarðarmæringurinn Knut-Axel Ugland er aðalvitnið í morðmálinu þar sem íslenskur karlmaður er grunaður um að hafa orðið útvarpsmanninum Helge Dhale að bana í Valle í Setedal í Noregi aðfaranótt sunnudags.

Talið er að Íslendingurinn, sem er á fertugsaldri, hafi stungið Dahle þrisvar sinnum í bakið og einu sinni í brjóstið

"Við höfðum það notalegt allt kvöldið," segir Ugland í samtali við vefsíðuna VG, en þeir þrír sátu að drykkju í veislutjaldi sem búið var setja upp á lóð heimahúss og fór vel á með þeim allt kvöldið. "Þeir sátu að spjalli og hlógu báðir," segir Ugland.

Ugland vildi ekki segja blaðamanni VG hvað hefði gerst rétt áður en Íslendingurinn lagði til atlögu.

"Þegar lætin hófust hljóp ég út. Þegar ég kom aftur inn lá fórnarlambið í blóði sínu," segir Ugland, sem vegna fyrri starfa kann skyndihjálp. "Það fyrsta sem ég hugsaði um var að stoppa blæðinguna." Það dugði þó ekki til. Dhale var fluttur með þyrlu á Ullevål-sjúkrahúsið í Osló þar sem hann lést af sárum sínum.

Íslendingurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×