Innlent

Kristján Davíðsson látinn

Kristján Davíðsson
Kristján Davíðsson Mynd/ Hörður

Kristján Davíðsson listmálari er látinn á 96. aldursári.

Kristján fæddist á Patreksfirði 28. Júlí 1917. Hann lærði við skóla myndlistarmannanna Finns Jónssonar og Jóhanns Briem og hélt svo utan til náms við Barnes-stofnunina í Fíladelfíu í Bandaríkjunum á fimmta áratug síðustu aldar. Eftir heimkomu tók hann þátt í svokölluðum Septembersýningum í Reykjavík.

Kristján var einn virtasti listamaður þjóðarinnar um áratugaskeið. Hann var meðal annars fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á níunda áratugnum og var sæmdur riddarakrossi fyrir framlag sitt til myndlistar árið 1998. Hann var elsti starfandi myndlistarmaður landsins þegar hann lést.

Kristján var kvæntur Svanhildi Mörtu Björnsdóttur og samtals áttu þau fjögur börn.

Stíll Kristjáns var mjög auðkennandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×