Enski boltinn

Suarez gæti ekki neitað Real Madrid

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Suarez hefur farið á kostum með Liverpool en einnig komið sér reglulega í klandur.
Suarez hefur farið á kostum með Liverpool en einnig komið sér reglulega í klandur. Nordicphotos/Getty

Framherjinn Luis Suarez gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Úrúgvæinn segir í viðtali við útvarpsstöð í heimalandinu að hann gæti ekki hafnað tilboði frá Real Madrid.

„Ég hef lagt hart að mér frá barnæsku til þess að komast á þann stað sem ég er á í dag. En ég er orðinn þreyttur á stöðugri gagnrýni í ensku pressunni," sagði Suarez.

Suarez var dæmdur í tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik gegn Chelsea á síðustu leiktíð. Hann missir fyrir vikið af fyrstu sex leikjum Liverpool á næstu leiktíð.

„Liverpool vill halda mér en ég veit ekki hvað verður um mig. Það væri erfitt að hafna tilboði frá Real Madrid," sagði Suarez.

Úrúgvæinn er þakklátur í garð stuðningsmanna Liverpool. Hann staðfesti einnig að enn sem komið er hefði ekkert tilboð borist frá Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×