Innlent

Arnaldur á fljúgandi siglingu í Frakklandi

Jakob Bjarnar skrifar
Arnaldur trónir á toppi franska glæpasagnalistans með bók sinni Svörtuloft.
Arnaldur trónir á toppi franska glæpasagnalistans með bók sinni Svörtuloft.
Sigurganga Arnaldar Indriðasonar í Frakklandi heldur áfram og er bók hans Svörtuloft nú í efsta sæti franska glæpasagnalistans og í öðru sæti á heildarlistanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forlaginu sem gefur Arnald út á Íslandi: "Glæpasagan Svörtuloft er því önnur mest selda bókin í gervöllu Frakklandi!"

Svörtuloft komu út fyrir ári hjá franska forlaginu Éditions Métailié en Eric Boury þýddi. Þá kom bókin út hjá vasabrotsforlaginu Points fyrir nokkrum dögum. Auk þess sem Svörtuloft eru á toppi glæpasagnalistans má finna þar þrjár aðrar bækur hans; Bettý, Furðustrandir og Harðskafa.

Points kynnir bókina með eftifarandi yfirlýsingu: „Meistari glæpasögunnar er íslenskur – ný bók Arnaldar Indriðasonar, í vasabroti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×