Innlent

Blómasölumenn ánægðir með mæðradaginn í ár

Jóhannes Stefánsson skrifar
Flestum þykja blóm augnayndi
Flestum þykja blóm augnayndi Mynd/ ERIC BEAN
Sigurður Moritzson, framkvæmdastjóri Græns markaðar segir að blómabændur séu almennt ánægðir með mæðradaginn í ár „Eftir því sem ég heyri frá blómasölum var góð sala á mæðradaginn í ár. Góð sala helst mjög í hendur við gott veður og svona sumarfíling."

Aðspurður um það hvaða dagur ársins sé að jafnaði bestur fyrir blómasölumenn segir Sigurður: „Lang stærsti blómasöludagurinn er konudagurinn. Hjá okkur er mæðradagurinn hálfdrættingur á við hann."

Blómin eru til að njóta lífsins

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda tekur í sama streng um sölu dagsins. Aðspurður um það hvað hann gefi fyrir þá skoðun að kaup á blómum séu sóun á peningum segir Bjarni: „Þetta er afstæð spurning," og bætir við: „Þetta er allt spurning um að hafa fallegt í kringum sig og njóta þess fallega sem blómin gefa okkur. Bjarni segir síðan: „Þetta er bara svipað og að kaupa sér rauðvínsflösku, hún er fljót að fara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×