Helmingi færri vilja fara í kennaranám María Lilja Þrastardóttir skrifar 14. maí 2013 10:45 Grunnskólabörn í útikennslu. Mynd/GVA Heildarfjöldi umsókna í kennaranám hefur hrunið um helming á sex árum, frá 2006. Aðeins 203 sóttu um skólavist í fyrra. Þá var 13 hafnað um skólavist en 156 árið 2003. Námið var lengt árið 2011 og nær nú á meistarastig. Þá hafa launin ekki hækkað í samræmi við menntun. „Við viljum trúa því að botninum hafi verið náð,“ segir Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti kennaradeildar. Árið 2012 sóttu 203 um einhverja af þremur námsleiðum grunnskólakennslu í kennaradeild Háskóla Íslands. Til samanburðar sóttu 419 manns um sams konar nám árið 2006. Aðeins 13 var hafnað um skólavist í fyrra en 156 árið 2003. Farið var í undirbúningsvinnu við breytingar á náminu árið 2006 og var námsleiðum síðan breytt árið 2011 og grunnskólakennslan sundurliðuð sama ár. Nú er boðið upp á þrjár námsleiðir. Þá var námið einnig lengt um tvö ár og aðeins boðið upp á kennsluréttindi á meistarastigi. Fari fram sem horfir mun lítil endurnýjun eiga sér stað innan stéttarinnar. Ólöf Rut Halldórsdóttir, kennaranemi og formaður nemendafélags kennaradeildarinnar, Kennó, segir það ekki hafa verið mistök að lengja námið. Þó hefðu laun þurft að hækka í samræmi við auknar námskröfur. „Ég veit ekki alveg hvað veldur þessari gríðarlegu fækkun en mín ágiskun er sú að þetta sé vegna lengingar námsins og lélegra kjara. Það er ekki boðið upp á laun í samræmi við lengd námsins,“ segir Ólöf Rut. Anna Kristín segir margar ástæður liggja að baki en launakjör spili þar stóran þátt. „Hér áður fóru margir í kennaranám þar sem það var þverfaglegt en það fólk var ekki endilega að skila sér í starfið.“ Anna Kristín segist óttast litla nýliðun einnig á meðal leikskólakennara. Umsóknum hafi þar einnig fækkað mjög. Í fyrra sóttu 63 um í deildina, til samanburðar sóttu 204 um árið 2006. „Það sem er brýnast núna er að hækka launin í stéttinni. Það gefur augaleið að fólk velur sér síður langt nám fyrir léleg laun,“ segir Anna Kristín. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Heildarfjöldi umsókna í kennaranám hefur hrunið um helming á sex árum, frá 2006. Aðeins 203 sóttu um skólavist í fyrra. Þá var 13 hafnað um skólavist en 156 árið 2003. Námið var lengt árið 2011 og nær nú á meistarastig. Þá hafa launin ekki hækkað í samræmi við menntun. „Við viljum trúa því að botninum hafi verið náð,“ segir Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti kennaradeildar. Árið 2012 sóttu 203 um einhverja af þremur námsleiðum grunnskólakennslu í kennaradeild Háskóla Íslands. Til samanburðar sóttu 419 manns um sams konar nám árið 2006. Aðeins 13 var hafnað um skólavist í fyrra en 156 árið 2003. Farið var í undirbúningsvinnu við breytingar á náminu árið 2006 og var námsleiðum síðan breytt árið 2011 og grunnskólakennslan sundurliðuð sama ár. Nú er boðið upp á þrjár námsleiðir. Þá var námið einnig lengt um tvö ár og aðeins boðið upp á kennsluréttindi á meistarastigi. Fari fram sem horfir mun lítil endurnýjun eiga sér stað innan stéttarinnar. Ólöf Rut Halldórsdóttir, kennaranemi og formaður nemendafélags kennaradeildarinnar, Kennó, segir það ekki hafa verið mistök að lengja námið. Þó hefðu laun þurft að hækka í samræmi við auknar námskröfur. „Ég veit ekki alveg hvað veldur þessari gríðarlegu fækkun en mín ágiskun er sú að þetta sé vegna lengingar námsins og lélegra kjara. Það er ekki boðið upp á laun í samræmi við lengd námsins,“ segir Ólöf Rut. Anna Kristín segir margar ástæður liggja að baki en launakjör spili þar stóran þátt. „Hér áður fóru margir í kennaranám þar sem það var þverfaglegt en það fólk var ekki endilega að skila sér í starfið.“ Anna Kristín segist óttast litla nýliðun einnig á meðal leikskólakennara. Umsóknum hafi þar einnig fækkað mjög. Í fyrra sóttu 63 um í deildina, til samanburðar sóttu 204 um árið 2006. „Það sem er brýnast núna er að hækka launin í stéttinni. Það gefur augaleið að fólk velur sér síður langt nám fyrir léleg laun,“ segir Anna Kristín.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira